Sorgarmiðstöð, Landspítali og Þjóðkirkjan buðu upp á aðventusamveru fyrir syrgjendur fimmtudaginn 5. desember. Það er oft erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá og var samveran sérstaklega hugsuð til þess að styðja fólk í slíkum aðstæðum.
Dagskráin samanstóð af kórsöng, tónlistaratriði, ritningarlestri og í lokin var hægt að tendra ljós í minningu látinna ástvina.
Veitingar voru bornar á borð í safnaðarheimilinu eftir stundina.
Við þökkum kærlega fyrir góða og nærandi samveru og vonum að sjá sem flesta að ári.