Samfélagsstyrkjum Landsbankans var úthlutað þann 21. desember 2021. Alls hlutu 32 verkefni styrki. Verkefnin sem hlutu styrki eru talin afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri, víða um land.
Sorgarmiðstöð var veittur styrkur að upphæð 500.000 kr. sem mun nýtast í myndbandsgerð. Guðrún Jóna fagstjóri tók á móti styrknum rafrænt.
Við þökkum Landsbankanum kærlega fyrir styrkveitinguna