Sorgarmiðstöð á kirkjudögum

Sorgarmiðstöð tók þátt í kirkjudögum sem fóru fram dagana 25. ágúst til 1. september. Þar komu saman einstaklingar af öllu landinu og var sálgæsla í brennidepli dagskrárinnar.
Dagskráin var haldin í Lindakirkju og hófst með helgistund sr. Elínborgar Sturludóttur dómkirkjuprests.

Í framhaldi helgistundar var boðið upp á málstofur þar sem fjölbreytt efni var á dagskrá.
Sorgarmiðstöð var með málstofu sem bar yfirskriftina Stuðningur – samkennd – virðing – von.
Þar fjallaði Jóhanna María Eyjólfsdóttir fagstjóri um starf Sorgarmiðstöðvar.
Sagt var frá stuðningshópastarfinu, jafningjastuðningnum, sálgæsluviðtölunum, námskeiðunum og fræðslunni fyrir vinnustaði, skóla og stofnanir.
Samsöngur með þátttöku kóra af öllu landinu var einnig á dagskrá, hoppukastalar, völundarhús, fyrir börnin og fyrirlestrar og kynningar.
Kirkjudögum lauk með vígslu nýs biskups í Hallgrímskirkju.

Sorgarmiðstöð þakkar fyrir að fá að taka þátt í þessari skemmtilegu og vel heppnuðu dagskrá Kirkjudaga.

Sumarið á skrifstofunni
Símatími helst óbreyttur hjá okkur yfir sumartímann og hægt er að ná í okkur á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 9 og 12. Skrifstofan mun ...
Fundur með heilbrigðisráðherra
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda. Það er gott að Sorgarmiðstöð fái ...
Aukin réttur til sorgarleyfis samþykktur
Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis sem styrkir enn frekar stöðu ...
Landlæknir
Landlæknir í heimsókn
Föstudaginn 6. júní kíkti María Heimisdóttir núverandi landlæknir í heimsókn í Sorgarmiðstöð. Þetta var góður fundur og mikill heiður að fá hana en þetta var ...
Fjölsótt námskeið fyrir jafningja
Fjöldi manns á vegum Sorgarmiðstöðvar sóttu jafningjanámskeið hjá Krabbameinsfélaginu nú á dögunum. Námskeiðinu er ætlað að efla jafningjaþjónustu Sorgarmiðstöðvar. Jafningjaþjónustan snýr að því að bjóða ...
Myndin af pabba er komin upp á hillu
Þegar barnsfaðir Ingu Helgu Sveinsdóttur lést eftir harða baráttu við krabbamein ákvað hún strax að sækja alla þá aðstoð sem hún mögulega gæti fyrir börnin ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira