Fjöldi manns á vegum Sorgarmiðstöðvar sóttu jafningjanámskeið hjá Krabbameinsfélaginu á dögunum. Námskeiðinu er ætlað að efla jafningjaþjónustu Sorgarmiðstöðvar en í haust verður boðið upp á nýja þjónustu fyrir syrgjendur þar sem einstaklingar sem misst hafa ástvin og unnið vel úr sorginni bjóða upp á jafningjastuðning til þeirra sem hafa nýlega misst. Stuðningurinn verður maður á mann stuðningur að fyrirmynd jafningjastuðnings KRAFTS en aðlagað að syrgjendum.
Krabbameinsfélagið gaf Sorgarmiðstöð námskeiðið og færum við þeim bestu þakkir fyrir.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753