Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau geta líka verið erfiður tími, sérstaklega fyrir þá sem hafa misst ástvin. Sorgarmiðstöð bauð upp á erindi á Grand hótel um jólin og sorgina. Halldór Reynisson sem hefur langa reynslu af samfylgd með syrgjendum kom og spjallaði við viðstadda og miðlaði því sem gefist hefur vel þegar kemur að því að halda jól í skugga ástvinamissis.
Erindinu var streymt af Facbooksíðu Sorgarmiðstöðvar og er hægt að nálgast það hér