Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 27. maí sl. Nýr formaður er Karólína Helga Símonardóttir og aðrir stjórnendur eru Bjarney Harðardóttir, K. Hulda Guðmundsóttir, Pálína Georgsdóttir og Soffía Bæringsdóttir.
Í varastjórn sitja Sara Óskarsdóttir og Sindri Geir Óskarsson.
Úr stjórn og varastjórn ganga: Anna Lísa Björnsdóttir, Árný Heiða Helgadóttir, Elísa Rós Jónsdóttir, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, Helga Óskarsdóttir, Hjalti Jón Sverrisson, Karen Björk Guðjónsdóttir.
Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu Sorgarmiðstöðvar.