Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpa

Í vikunni hlaut Sorgarmiðstöð fjölskylduviðurkenningu SOS Barna­þorp­anna fyr­ir stuðning og þjónustu í þágu barna­fjöl­skyldna á Ís­landi. El­iza Reid forsetafrú af­henti Karólínu Helgu Sím­on­ar­dótt­ur, stjórn­ar­formanni viðurkenninguna á al­þjóð­leg­um degi fjöl­skyld­unn­ar.
Á athöfninni ávarpaði Eva Skarpa­as, einn af þjónustuþegum Sorg­ar­mið­stöðv­ar við­stadda. Þar deildi hún reynslu sinni af því hvernig þjónusta Sorgarmiðstöðvar nýttist fjölskyldunni þegar sonur Evu féll frá ungur að aldri. Eva seg­ir að hjá Sorg­armiðstöð hafi hún feng­ið stuðning, hitt fólk með sömu reynslu og öðlast von um að finna lífs­gleðina á ný.

Um­sögn val­nefnd­ara
„Í SOS barna­þorp­um um all­an heim býr fjöldi barna sem hef­ur misst for­eldra sína og/eða aðra ætt­ingja og syrg­ir af þeim sök­um. Sorg­in er því vel þekkt við­fangs­efni í barna­þorp­un­um og fögn­um við því öfl­uga og mik­il­væga starfi sem Sorgarmiðstöð sinn­ir fyr­ir syrgj­andi börn og fjöl­skyld­ur hér á landi,“.

Í nefnd­inni sátu Sal­björg Bjarna­dótt­ir, fyrr­ver­andi sér­fræð­ing­ur hjá Land­læknisembætt­inu, Sigrún Þór­ar­ins­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs Kópa­vogs, Ragn­ar Schram fram­kvæmda­stjóri SOS og Hjör­dís Rós Jóns­dótt­ir fé­lags­ráð­gjafi og fræðslu­fulltrúi SOS.

Sorgarmiðstöð þakkar innilega fyrir þessa mikilvægu viðurkenningu og höldum við ótrauð áfram við vinnu okkar til stuðnings börnum og barnafjölskyldum hjá Sorgarmiðstöð.

Stuðningur frá Konsept
Styrkur er ekki alltaf í formi peningagjafa. Síðastliðinn fjögur ár hefur Sorgarmiðstöð fengið mikinn stuðning í formi þjónustu frá fyrirtækinu Konsept. Steinþór hönnuður og tæknigúrú ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 23. maí. Á aðalfundi voru samþykkt ný lög og var ákveðið að fækka í stjórn úr 7 ...
Símasöfnun
Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir. Nú erum við að bjóða fólki að gerast vinur í raun og styðja Sorgarmiðstöð með mánaðarlegum ...
Fimmti þáttur hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar kominn í loftið
Fimmti þátturinn kallast „Að missa foreldri í fíkn, flóknu hliðar sorgar“ og hér ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Kol­bein Elí Pét­urs­son sem ...
Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpa
Í vikunni hlaut Sorgarmiðstöð fjölskylduviðurkenningu SOS Barna­þorp­anna fyr­ir stuðning og þjónustu í þágu barna­fjöl­skyldna á Ís­landi. El­iza Reid forsetafrú af­henti Karólínu Helgu Sím­on­ar­dótt­ur, stjórn­ar­formanni viðurkenninguna ...
Heiðursbollinn 2022
Sorgarmiðstöð veitir í annað sinn viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Að þessu sinni er það félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson ...

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira