Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpa

Í vikunni hlaut Sorgarmiðstöð fjölskylduviðurkenningu SOS Barna­þorp­anna fyr­ir stuðning og þjónustu í þágu barna­fjöl­skyldna á Ís­landi. El­iza Reid forsetafrú af­henti Karólínu Helgu Sím­on­ar­dótt­ur, stjórn­ar­formanni viðurkenninguna á al­þjóð­leg­um degi fjöl­skyld­unn­ar.
Á athöfninni ávarpaði Eva Skarpa­as, einn af þjónustuþegum Sorg­ar­mið­stöðv­ar við­stadda. Þar deildi hún reynslu sinni af því hvernig þjónusta Sorgarmiðstöðvar nýttist fjölskyldunni þegar sonur Evu féll frá ungur að aldri. Eva seg­ir að hjá Sorg­armiðstöð hafi hún feng­ið stuðning, hitt fólk með sömu reynslu og öðlast von um að finna lífs­gleðina á ný.

Um­sögn val­nefnd­ara
„Í SOS barna­þorp­um um all­an heim býr fjöldi barna sem hef­ur misst for­eldra sína og/eða aðra ætt­ingja og syrg­ir af þeim sök­um. Sorg­in er því vel þekkt við­fangs­efni í barna­þorp­un­um og fögn­um við því öfl­uga og mik­il­væga starfi sem Sorgarmiðstöð sinn­ir fyr­ir syrgj­andi börn og fjöl­skyld­ur hér á landi,“.

Í nefnd­inni sátu Sal­björg Bjarna­dótt­ir, fyrr­ver­andi sér­fræð­ing­ur hjá Land­læknisembætt­inu, Sigrún Þór­ar­ins­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs Kópa­vogs, Ragn­ar Schram fram­kvæmda­stjóri SOS og Hjör­dís Rós Jóns­dótt­ir fé­lags­ráð­gjafi og fræðslu­fulltrúi SOS.

Sorgarmiðstöð þakkar innilega fyrir þessa mikilvægu viðurkenningu og höldum við ótrauð áfram við vinnu okkar til stuðnings börnum og barnafjölskyldum hjá Sorgarmiðstöð.

Oddfellow konur í heimsókn
Rúmlega 70 Oddfellow konur kíktu í heimsókn í Sorgarmiðstöð síðastliðna helgi. Þær fengu fræðslu um sorgina og kynningu á starfsemi Sorgarmiðstöðvar.Oddfellow reglan hefur stutt vel ...
Sorgarmiðstöð á kirkjudögum
Sorgarmiðstöð tók þátt í kirkjudögum sem fóru fram dagana 25. ágúst til 1. september. Þar komu saman einstaklingar af öllu landinu og var sálgæsla í ...
KRAFTUR í heimsókn
Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð dásamlega heimsókn frá starfsfólki KRAFTS. Þau fengu kynningu á starfseminni okkar en einnig var gefinn góður tími í samtal um ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Ný stjórn var kosin á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 23. maí sl. Þau sem sitja áfram í stjórn eru Berglind Arnardóttir formaður, K. Hulda Guðmundsdóttir og ...
Sorgarmiðstöð á Norðurlandi
Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ...
Heiðursbollinn 2023
Þriðja árið í röð veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Viðurkenningin er í formi heiðursbolla og í ár veitti Sorgarmiðstöð ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira