Ráðstefna – Skyndilegur missir

Hvað getum við gert betur fyrir þau sem missa ástvin skyndilega? 

Sorgarmiðstöð býður upp á ráðstefnu fyrir syrgjendur, aðstandendur og alla þá fagaðila sem vinna að velferð þeirra. Við hvetjum heilbrigðisstarfsfólk, viðbragðsaðila, sálgæsluaðila, mannauðsstjóra og stjórnendur sérstaklega til að skrá sig. 

Skyndilegur missir snertir marga og verður hér fjallað um hann frá mismunandi sjónarhornum: Af vettvangi, á vinnustöðum, frá sjónarhóli aðstandanda og í pallborðsumræðum verður þeirri spurning velt upp – hvernig gerum við betur fyrir syrgjendur sem missa skyndilega? 

Ráðstefnan verður haldin 31. ágúst næstkomandi frá kl. 13:00 -16:00 í sal deCODE, Sturlugötu 8, ásamt því að vera streymt á YOUTUBE. Hlekkur verður sendur samdægurs á alla sem skráðir eru á ráðstefnuna.

Freyr Eyjólfsson er fundarstjóri ráðstefnunnar og Alma Möller Landlæknir og verndari Sorgarmiðstöðvar setur ráðstefnuna. 

Hægt er að kaupa miða á ráðstefnuna á tix sjá hér

Ef hagnaður verður af ráðstefnunni verður honum ráðstafað til að styðja við fólk sem missir ástvin skyndilega.

Stuðningur frá Konsept
Styrkur er ekki alltaf í formi peningagjafa. Síðastliðinn fjögur ár hefur Sorgarmiðstöð fengið mikinn stuðning í formi þjónustu frá fyrirtækinu Konsept. Steinþór hönnuður og tæknigúrú ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 23. maí. Á aðalfundi voru samþykkt ný lög og var ákveðið að fækka í stjórn úr 7 ...
Símasöfnun
Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir. Nú erum við að bjóða fólki að gerast vinur í raun og styðja Sorgarmiðstöð með mánaðarlegum ...
Fimmti þáttur hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar kominn í loftið
Fimmti þátturinn kallast „Að missa foreldri í fíkn, flóknu hliðar sorgar“ og hér ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Kol­bein Elí Pét­urs­son sem ...
Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpa
Í vikunni hlaut Sorgarmiðstöð fjölskylduviðurkenningu SOS Barna­þorp­anna fyr­ir stuðning og þjónustu í þágu barna­fjöl­skyldna á Ís­landi. El­iza Reid forsetafrú af­henti Karólínu Helgu Sím­on­ar­dótt­ur, stjórn­ar­formanni viðurkenninguna ...
Heiðursbollinn 2022
Sorgarmiðstöð veitir í annað sinn viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Að þessu sinni er það félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson ...

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira