Erlent samstarf

Einn líður í því að starfsemi Sorgarmiðstöðvar geti haldið áfram að vaxa og dafna er að taka þátt í erlendu samstarfi.

Í byrjun mars átti fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, afar upplýsandi og árangursríkan fund í Heilbrigðisráðuneyti Tékklands í Prag. Hann var haldinn í tilefni af komu fagstjórans á kvikmyndahátíð þar sem heimildarmyndin ÚT ÚR MYRKRINU, sem fjallar um eftirlifendur í kjölfar ástvinamissis úr sjálfsvígi, var sýnd í tilefni af geðræktarviku.

Að sögn fagstjóra voru allir helstu aðilar sem starfa í sorgarstuðningi og málefnum þeim tengdum boðaðir til fundarins í ráðuneytinu og málefni syrgjenda aðalumræðuefni hans.

Fundarmenn lýstu miklum áhuga á starfsemi Sorgarmiðstöðvar en stuðningur við syrgjendur er mun skemmra á veg komin í Tékklandi og að mestu leyti í höndum sjálfstætt starfandi fagaðila eða fámennra félagasamtaka. Niðurstaða fundarins var meðal annars sú að fundarmenn lýstu áhuga sínum yfir að kynna sér starfsemi Sorgarmiðstöðvar enn betur í þeim tilgangi meðal annars að taka upp svipað verklag og Sorgarmiðstöð hefur notað í stuðningshópastarfi sínu. Ennfremur var mikill hugur í fólki að setja á laggirnar í Tékklandi miðstöð í líkingu við Sorgarmiðstöð og að öllum líkindum markar fundurinn upphafið að frekara samstarfi.

Oddfellow konur í heimsókn
Rúmlega 70 Oddfellow konur kíktu í heimsókn í Sorgarmiðstöð síðastliðna helgi. Þær fengu fræðslu um sorgina og kynningu á starfsemi Sorgarmiðstöðvar.Oddfellow reglan hefur stutt vel ...
Sorgarmiðstöð á kirkjudögum
Sorgarmiðstöð tók þátt í kirkjudögum sem fóru fram dagana 25. ágúst til 1. september. Þar komu saman einstaklingar af öllu landinu og var sálgæsla í ...
KRAFTUR í heimsókn
Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð dásamlega heimsókn frá starfsfólki KRAFTS. Þau fengu kynningu á starfseminni okkar en einnig var gefinn góður tími í samtal um ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Ný stjórn var kosin á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 23. maí sl. Þau sem sitja áfram í stjórn eru Berglind Arnardóttir formaður, K. Hulda Guðmundsdóttir og ...
Sorgarmiðstöð á Norðurlandi
Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ...
Heiðursbollinn 2023
Þriðja árið í röð veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Viðurkenningin er í formi heiðursbolla og í ár veitti Sorgarmiðstöð ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira