Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 23. maí sl. Þau sem gáfu kosta á sér áfram til stjórnarsetu voru Karólína Helga Símonardóttir formaður og K. Hulda Guðmundsdóttir gjaldkeri og sitja þær áfram í stjórn. Nýjir aðilar inn í stjórn eru Birna Dröfn Jónasdóttir, Gísli Álfgeirsson, Halla Rós Eiríksdóttir, Sigurjón Þórsson og Þórunn Pálsdóttir.
Í varastjórn sitja Bjarney Harðardóttir og Pálína Georgsdóttir en þær voru áður í aðalstjórn félagsins.
Úr stjórn og varastjórn ganga: Sara Óskarsdóttir, Sindri Geir Óskarsson og Soffía Bæringsdóttir..
Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu Sorgarmiðstöðvar.