Sorgarmiðstöð fær styrk frá þremur ráðuneytum

Mennta- og barnamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hafa gert samning við Sorgarmiðstöðina um aukinn stuðning við syrgjendur. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir þennan styrk. Hann gerir okkur kleift að halda áfram faglegum stuðningi við syrgjendur, sinna fræðslu og ráðgjöf, auk þess að efla stuðning við börn í sorg,“ segir Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri.

Styrkurinn mun auka aðgengi fólks að ráðgjafasamtölum, stuðningshópastarfi og jafningjastuðningi Sorgarmiðstöðvarinnar. Auk þess mun miðstöðin halda áfram að styðja við innleiðingu áfallamiðaðrar nálgunar í skólum og nærsamfélagi barna og efla kennara og umsjónaraðila barna í viðbrögðum við sorg og missi. Sorgarmiðstöð mun leggja ríka áherslu á samvinnu við ríki, sveitarfélög og fagfólk, og tryggja samfellu við aðra þjónustu í þágu barna.

Samkvæmt samningnum mun Sorgarmiðstöðin einnig bjóða upp á:

  • fræðsluerindi um sorg og sorgarviðbrögð barna í forvarnaskyni sem miðar að því að styrkja skóla-, íþrótta- og tómstundastarf í vinnu sinni með börnum í sorg;
  • snemmtæka þjónustu þegar andlát hefur orðið í skólaumhverfinu, sem felst í því að fagaðilar veiti stjórnendum og starfsfólki í skólum stuðning, fræðslu og ráðgjöf innan 48 klukkustunda frá því að þjónustubeiðni berst;
  • námskeið fyrir börn í sorg á aldrinum 6-15 ára hjá Sorgarmiðstöð þar sem foreldrar taka þátt í upphafi námskeiðs, fá fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð og ýmis bjargráð;
  • stuðningshópastarf fyrir foreldra barna.

Samningurinn er liður í stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum til 2030 um fjölbreytt snemmtæk inngrip og úrræði sem efla geðheilbrigði og draga úr áhrifum áfalla á lífsgæði. Sorgarmiðstöð byggir sína þjónustu á þekktum og reyndum úrræðum í sorgarúrvinnslu. Starfið allt miðar að bættri lýðheilsu með því að styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu barna og fullorðinna eftir ástvinamissi.

„Opinber stuðningur sem þessi gerir okkur ekki aðeins kleift að halda áfram okkar starfi og standa straum af eftirspurn eftir þjónustuúrræðum og fræðslu, heldur er þetta einnig viðurkenning á áhrifum missis og áfalla, og mikilvægi þess að samfélagið hlúi betur að einstaklingum sem þurfa á sorgarúrvinnslu að halda,“ segir Ína Lóa.

Stuðningurinn nemur samtals 43 milljónum króna á árinu 2024 frá ráðuneytunum þremur.

Sorgarmiðstöð fær styrk frá þremur ráðuneytum
Mennta- og barnamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hafa gert samning við Sorgarmiðstöðina um aukinn stuðning við syrgjendur. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir þennan styrk. ...
Oddfellowstúka Gissur Hvíti styrkir Sorgarmiðstöð
Í síðustu viku við hátíðlega athöfn veitti Oddfellowstúka Gissur Hvíti styrki til mikilvægra málefna. Styrki að andvirði 600.000 kr. hlutu Sorgarmiðstöð, Geðhjálp, Hamarinn og Geiturngurinn. ...
Jólin og sorgin í streymi
Í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ verður Sorgarmiðstöð með streymi um jólin og sorgina. Þetta framtak Heilsubæjarins Hafnarfjarðar er liður í heilsueflingu Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar. Það ...
Sorgarmiðstöð var afhentur styrkur
Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir afhenti Sorgarmiðstöð styrk í nafni Kristínar Gunnarsdóttur, fyrrum kennara, sem féll frá um síðustu jól. Bekkjarfélagar Kristínar frá grunnskólanum á Blönduósi stóðu ...
Sorgartréð tendrað í Hellisgerði
Tendrað verður á Sorgartrénu í Hellisgerði þann 26. nóvember. Hist verður í Lífsgæðasetrinu St. Jó, Hafnarfirði, kl. 17, þar sem stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar fer með nokkur ...
Oddfellow stúkan Rebekka NR 8, Rannveig, færir Sorgarmiðstöð styrk
Við fallega athöfn veitti Oddfellow stúkan Rebekka NR 8, Rannveig Sorgarmiðstöð styrkur inn í verkefnið Hjálp 48. Verkefnið gengur út á að grípa einstaklinga innan 48 tíma ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira