Sorgarmiðstöð er lokuð dagana 8. Júlí – 6. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna. Allar pantanir sem berast á þeim tíma eru afgreiddar eftir 6. ágúst.

Ef erindið er brýnt er hægt að hringja í neyðarsíma Sorgarmiðstöðvar 862-4141.

Sorgarmiðstöð fær styrk frá þremur ráðuneytum

Mennta- og barnamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hafa gert samning við Sorgarmiðstöðina um aukinn stuðning við syrgjendur. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir þennan styrk. Hann gerir okkur kleift að halda áfram faglegum stuðningi við syrgjendur, sinna fræðslu og ráðgjöf, auk þess að efla stuðning við börn í sorg,“ segir Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri.

Styrkurinn mun auka aðgengi fólks að ráðgjafasamtölum, stuðningshópastarfi og jafningjastuðningi Sorgarmiðstöðvarinnar. Auk þess mun miðstöðin halda áfram að styðja við innleiðingu áfallamiðaðrar nálgunar í skólum og nærsamfélagi barna og efla kennara og umsjónaraðila barna í viðbrögðum við sorg og missi. Sorgarmiðstöð mun leggja ríka áherslu á samvinnu við ríki, sveitarfélög og fagfólk, og tryggja samfellu við aðra þjónustu í þágu barna.

Samkvæmt samningnum mun Sorgarmiðstöðin einnig bjóða upp á:

  • fræðsluerindi um sorg og sorgarviðbrögð barna í forvarnaskyni sem miðar að því að styrkja skóla-, íþrótta- og tómstundastarf í vinnu sinni með börnum í sorg;
  • snemmtæka þjónustu þegar andlát hefur orðið í skólaumhverfinu, sem felst í því að fagaðilar veiti stjórnendum og starfsfólki í skólum stuðning, fræðslu og ráðgjöf innan 48 klukkustunda frá því að þjónustubeiðni berst;
  • námskeið fyrir börn í sorg á aldrinum 6-15 ára hjá Sorgarmiðstöð þar sem foreldrar taka þátt í upphafi námskeiðs, fá fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð og ýmis bjargráð;
  • stuðningshópastarf fyrir foreldra barna.

Samningurinn er liður í stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum til 2030 um fjölbreytt snemmtæk inngrip og úrræði sem efla geðheilbrigði og draga úr áhrifum áfalla á lífsgæði. Sorgarmiðstöð byggir sína þjónustu á þekktum og reyndum úrræðum í sorgarúrvinnslu. Starfið allt miðar að bættri lýðheilsu með því að styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu barna og fullorðinna eftir ástvinamissi.

„Opinber stuðningur sem þessi gerir okkur ekki aðeins kleift að halda áfram okkar starfi og standa straum af eftirspurn eftir þjónustuúrræðum og fræðslu, heldur er þetta einnig viðurkenning á áhrifum missis og áfalla, og mikilvægi þess að samfélagið hlúi betur að einstaklingum sem þurfa á sorgarúrvinnslu að halda,“ segir Ína Lóa.

Stuðningurinn nemur samtals 43 milljónum króna á árinu 2024 frá ráðuneytunum þremur.

KRAFTUR í heimsókn
Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð dásamlega heimsókn frá starfsfólki KRAFTS. Þau fengu kynningu á starfseminni okkar en einnig var gefinn góður tími í samtal um ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Ný stjórn var kosin á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 23. maí sl. Þau sem sitja áfram í stjórn eru Berglind Arnardóttir formaður, K. Hulda Guðmundsdóttir og ...
Sorgarmiðstöð á Norðurlandi
Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ...
Heiðursbollinn 2023
Þriðja árið í röð veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Viðurkenningin er í formi heiðursbolla og í ár veitti Sorgarmiðstöð ...
Samtal eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“
Tjarnabíó og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“ þann 14. apríl sl. Í umræðum tóku þátt Tómas Helgi Baldursson leikstjóri ...
Tilnefnd sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði
Sorgarmiðstöð fékk tilnefningu sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði. Við erum einstaklega stolt að vera tilnefnd með svona flottum fyrirtækjum en útnefningin fór fram við hátiðlega ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira