Rekstrarstyrkur

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Sorgarmiðstöð rekstrarstyrk að upphæð fimm milljónir króna til tveggja ára.
Undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð veitt syrgjendum, aðstandendum þeirra og fagfólki ráðgjöf og stuðning. Miðstöðin hefur haldið úti fjölbreyttri starfsemi þar sem aðsóknin hefur aukist verulega frá opnun og með rekstrarstyrk gefst tækifæri á að halda áfram því góða starfi sem unnið er og tryggja grunnstarfsemina. Styrkurinn kemur því að góðum notum og er mikill heiður að hljóta styrkinn og vera í fríðu föruneyti félagasamtaka- og verkefna er hlutu styrkveitingu en veittir voru 41 styrkir til verkefna á sviði félags- og velferðarmála og nam heildarfjárhæðin ríflega 200 milljónum króna.

Við þökkum Guðmundi Inga Guðbrandsyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra innilega fyrir veittan stuðning með þessu framlagi.

Birna Dröfn Jónasdóttir stjórnarkona Sorgarmiðstöðvar tók við styrknum.  

Sorgarmiðstöð á kirkjudögum
Sorgarmiðstöð var boðin þátttaka á kirkjudögum sem fóru fram dagana 25. ágúst til 1. september. Þar komu saman einstaklingar af öllu landinu og var sálgæsla ...
KRAFTUR í heimsókn
Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð dásamlega heimsókn frá starfsfólki KRAFTS. Þau fengu kynningu á starfseminni okkar en einnig var gefinn góður tími í samtal um ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Ný stjórn var kosin á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 23. maí sl. Þau sem sitja áfram í stjórn eru Berglind Arnardóttir formaður, K. Hulda Guðmundsdóttir og ...
Sorgarmiðstöð á Norðurlandi
Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ...
Heiðursbollinn 2023
Þriðja árið í röð veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Viðurkenningin er í formi heiðursbolla og í ár veitti Sorgarmiðstöð ...
Samtal eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“
Tjarnabíó og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“ þann 14. apríl sl. Í umræðum tóku þátt Tómas Helgi Baldursson leikstjóri ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira