Gísli Örn leikari veitir Sorgarmiðstöð styrk

Í vikunni veitti Gísli Örn Garðarson leikari Sorgarmiðstöð styrk sem er hluti af ágóða sýningarinnar ,,Ég hleyp“. Leikarinn tók þá ákvörðun snemma á æfingarferlinu að gefa allar sínar tekjur til góðra málefna. 

Sýningin ,,Ég hleyp“ fjallaði um mann sem byrjaði að hlaupa eftir barnsmissi. Hann gat ekki höndlað sorgina með öðrum hætti og á hlaupunum fannst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. Þannig gat hann tjáð sig um missinn, ranglætið og varnarleysið sem hrjáði hann. Í leikverkinu leitaði höfundurinn svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir þá erfiðu sorg að missa barn. 

Sorgarmiðstöð þakkar Gísla Erni innilega fyrir veittan styrk og einnig fyrir gott samtal eftir sýningu hans þann 7. apríl sl. þar sem áhorfendum úr sal gafst kostur á að spyrja út í ferlið.

Gulur september
Sorgarmiðstöð tók þátt í verkefninu Gulur september þar sem stofnanir og félagasamtök unnu saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Allur Septembermánuður var lagður undir og voru ...
Barre til styrktar Sorgarmiðstöð
Nemendur í viðburðastjórnun frá háskólanum á Hólum héldu styrktarviðburð fyrir Sorgarmiðstöð. Boðið var upp á Barre í samstarfi við Arnfríði hjá NÚNA collective studio. Barre ...
Við eigum afmæli í dag
Í dag marka 6 ár frá stofnun Sorgarmiðstöðvar. Grasrótarfélög á sviði sorgarúrvinnslu hittust árið 2018 og voru sammála um að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur ...
Oddfellow konur í heimsókn
Rúmlega 70 Oddfellow konur kíktu í heimsókn í Sorgarmiðstöð síðastliðna helgi. Þær fengu fræðslu um sorgina og kynningu á starfsemi Sorgarmiðstöðvar.Oddfellow reglan hefur stutt vel ...
Sorgarmiðstöð á kirkjudögum
Sorgarmiðstöð tók þátt í kirkjudögum sem fóru fram dagana 25. ágúst til 1. september. Þar komu saman einstaklingar af öllu landinu og var sálgæsla í ...
KRAFTUR í heimsókn
Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð dásamlega heimsókn frá starfsfólki KRAFTS. Þau fengu kynningu á starfseminni okkar en einnig var gefinn góður tími í samtal um ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira