Gísli Örn leikari veitir Sorgarmiðstöð styrk

Í vikunni veitti Gísli Örn Garðarson leikari Sorgarmiðstöð styrk sem er hluti af ágóða sýningarinnar ,,Ég hleyp“. Leikarinn tók þá ákvörðun snemma á æfingarferlinu að gefa allar sínar tekjur til góðra málefna. 

Sýningin ,,Ég hleyp“ fjallaði um mann sem byrjaði að hlaupa eftir barnsmissi. Hann gat ekki höndlað sorgina með öðrum hætti og á hlaupunum fannst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. Þannig gat hann tjáð sig um missinn, ranglætið og varnarleysið sem hrjáði hann. Í leikverkinu leitaði höfundurinn svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir þá erfiðu sorg að missa barn. 

Sorgarmiðstöð þakkar Gísla Erni innilega fyrir veittan styrk og einnig fyrir gott samtal eftir sýningu hans þann 7. apríl sl. þar sem áhorfendum úr sal gafst kostur á að spyrja út í ferlið.

Taktikal er stoltur stuðningsaðili Sorgarmiðstöðvar
Hugbúnaðarfyrirtækið Taktikal hefur ákveðið að styðja við mikilvægt starf Sorgarmiðstöðvar. Framvegis verða stjórnarfundargerðir félagsins undirritaðar rafrænt með lausn Taktikal sem kemur sér afar vel þar ...
Rekstrarstyrkur
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Sorgarmiðstöð rekstrarstyrk að upphæð fimm milljónir króna til tveggja ára.Undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð veitt syrgjendum, aðstandendum þeirra ...
Skráning er hafin í Reykjavíkurmaraþonið 2023
Skráning er hafin í Reykjavíkurmaraþonið 2023. Í boði er að hlaupa til stuðnings Sorgarmiðstöð í maraþoninu 19. ágúst. Að þessu sinni söfnum við fyrir stuðningshópastarfi ...
Verkefnastyrkur – Hjálp 48
Sorgarmiðstöð fékk afhentan veglegan verkefnastyrk að upphæð 4 milljónir króna frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni í verkefnið Hjálp 48. Verkefnið gengur út á ...
Hópstjórar Sorgarmiðstöðvar
Hópstjórar Sorgarmiðstöðvar hittast einu sinni á önn og fara yfir verklag hópastarfs, ígrunda nýjungar, uppfæra efni, miðla þekkingu o.fl. Einnig eru nýjir hópstjórar kynntir en ...
Námskeið barna
Í mars kláruðum við námskeið barna í Sorgarmiðstöð. Námskeiðið var einstaklega vel sótt og mættu 12 börn á aldrinum 6 – 15 ára á námskeiðið. ...

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira