Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra veitir Sorgarmiðstöð styrk

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Sorgarmiðstöð styrk að upphæð fimm milljónum króna. Styrkurinn er veittur til almennrar starfsemi Sorgarmiðstöðvar sem felst í þjónustu og stuðningi við syrgjendur í sorgarúrvinnslu. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra:
„Þjónusta Sorgarmiðstöðvarinnar er ómetanleg jafnt fyrir syrgjendur og aðstandendur þeirra enda fylgir því að missa fólkið sitt sorg og erfiðar tilfinningar. Það er því afar gagnlegt að geta leitað á einn stað með öll þau fjölmörgu atriði sem upp kunna að koma við sorgarúrvinnslu. Nýjum lögum um sorgarleyfi vegna barnsmissis sem voru samþykkt á Alþingi í júní og taka gildi í byrjun næsta árs er sömuleiðis ætlað að styðja við foreldra sem missa barn og gefa þeim svigrúm frá skyldum sínum á vinnumarkaði til að vinna úr sorginni.“

Ína Ólöf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar:
„Sorgarmiðstöð hefur undanfarin ár veitt syrgjendum, aðstandendum þeirra og fagfólki ráðgjöf og stuðning. Miðstöðin hefur haldið úti fjölbreyttri starfsemi en aðsóknin í hana hefur aukist verulega frá opnun Sorgarmiðstöðvar. Með þessum styrk gefst tækifæri á að halda áfram því góða starfi sem unnið er í Sorgarmistöð og bæta þjónustuna enn frekar fyrir syrgjendur á Íslandi. Við þökkum Guðmundi Inga Guðbrandsyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra innilega fyrir veittan stuðning með þessu framlagi.“

Jólaganga
Þann 27. nóvember stóð Sorgarmiðstöð fyrir hugleiðingu og jólagöngu. Viðburðurinn hófst í húsakynnum Sorgarmiðstöðvar þar sem Gísli Álfgeirsson stjórnarmeðlimur í Sorgarmiðstöð flutti stutta hugleiðingu um ...
Leiðiskrans – námskeið
 Í nóvember bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin ...
Veitum hlýju
Það sem okkur er hlýtt í hjartanu núna! Í vor fórum við af stað með verkefnið „Veitum hlýju“ þar sem saumaðir eru hitapokar og hafa ...
Heilsu og umhverfisveisla
Sorgarmiðstöð tók þátt í heilsu og umhverfisveislunni ,,Lifum betur“ sem haldin var í Hörpu sl. helgi. Þar var Sorgarmiðstöð ásamt öðrum frá Lífsgæðasetri Hafnarfjarðar að ...
Flensborgarhlaup til styrktar Sorgarmiðstöð
Flensborgarhlaupið var haldið 20. september síðastliðinn og í ár var ágóði hlaupsins tileinkaður verkefninu Ungt fólk og sorgin hjá Sorgarmiðstöð. Alls söfnuðust 250.000 kr. Sorgarmiðstöð þakkar ...
Gísli Örn leikari veitir Sorgarmiðstöð styrk
Í vikunni veitti Gísli Örn Garðarson leikari Sorgarmiðstöð styrk sem er hluti af ágóða sýningarinnar ,,Ég hleyp“. Leikarinn tók þá ákvörðun snemma á æfingarferlinu að ...

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira