Sorgarmiðstöð er lokuð dagana 8. Júlí – 6. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna. Allar pantanir sem berast á þeim tíma eru afgreiddar eftir 6. ágúst.

Ef erindið er brýnt er hægt að hringja í neyðarsíma Sorgarmiðstöðvar 862-4141.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra veitir Sorgarmiðstöð styrk

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Sorgarmiðstöð styrk að upphæð fimm milljónum króna. Styrkurinn er veittur til almennrar starfsemi Sorgarmiðstöðvar sem felst í þjónustu og stuðningi við syrgjendur í sorgarúrvinnslu. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra:
„Þjónusta Sorgarmiðstöðvarinnar er ómetanleg jafnt fyrir syrgjendur og aðstandendur þeirra enda fylgir því að missa fólkið sitt sorg og erfiðar tilfinningar. Það er því afar gagnlegt að geta leitað á einn stað með öll þau fjölmörgu atriði sem upp kunna að koma við sorgarúrvinnslu. Nýjum lögum um sorgarleyfi vegna barnsmissis sem voru samþykkt á Alþingi í júní og taka gildi í byrjun næsta árs er sömuleiðis ætlað að styðja við foreldra sem missa barn og gefa þeim svigrúm frá skyldum sínum á vinnumarkaði til að vinna úr sorginni.“

Ína Ólöf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar:
„Sorgarmiðstöð hefur undanfarin ár veitt syrgjendum, aðstandendum þeirra og fagfólki ráðgjöf og stuðning. Miðstöðin hefur haldið úti fjölbreyttri starfsemi en aðsóknin í hana hefur aukist verulega frá opnun Sorgarmiðstöðvar. Með þessum styrk gefst tækifæri á að halda áfram því góða starfi sem unnið er í Sorgarmistöð og bæta þjónustuna enn frekar fyrir syrgjendur á Íslandi. Við þökkum Guðmundi Inga Guðbrandsyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra innilega fyrir veittan stuðning með þessu framlagi.“

KRAFTUR í heimsókn
Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð dásamlega heimsókn frá starfsfólki KRAFTS. Þau fengu kynningu á starfseminni okkar en einnig var gefinn góður tími í samtal um ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Ný stjórn var kosin á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 23. maí sl. Þau sem sitja áfram í stjórn eru Berglind Arnardóttir formaður, K. Hulda Guðmundsdóttir og ...
Sorgarmiðstöð á Norðurlandi
Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ...
Heiðursbollinn 2023
Þriðja árið í röð veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Viðurkenningin er í formi heiðursbolla og í ár veitti Sorgarmiðstöð ...
Samtal eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“
Tjarnabíó og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“ þann 14. apríl sl. Í umræðum tóku þátt Tómas Helgi Baldursson leikstjóri ...
Tilnefnd sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði
Sorgarmiðstöð fékk tilnefningu sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði. Við erum einstaklega stolt að vera tilnefnd með svona flottum fyrirtækjum en útnefningin fór fram við hátiðlega ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira