Í mars kláruðum við námskeið barna í Sorgarmiðstöð. Námskeiðið var einstaklega vel sótt og mættu 12 börn á aldrinum 6 – 15 ára á námskeiðið. Foreldrar og forráðamenn tóku þátt fyrsta daginn en fengu jafnframt fræðsluna ,,Að styðja barn í sorg“.
Á námskeiðinu var áhersla lögð á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans. Allir fengu tækifæri til að upplifa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi.
Námskeiðið stuðlar að jákvæðri uppbyggingu þar sem ýmis bjargráð voru skoðuð og unnið sérstaklega með líðan, jákvæða reynslu, samkennd, tjáningu, samvinnu, sjálfstraust, samskipti,o.fl.
Við þökkum innilega fyrir góða og uppbyggilega samveru með börnunum.