Þann 11. apríl sl. fékk Sorgarmiðstöð 900.000 kr. styrk úthlutað úr Lýðheilsusjóði. Styrkurinn er fyrir stuðnings og fræðslustarfi Sorgarmiðstöðvar en Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra veitti styrki til 151 verkefnis. Lýðheilsusjóður hefur það hlutverk að styrkja forvarna- og lýðheilsustarf í landinu og við ákvörðun um úthlutun er tekið mið af áherslum heilbrigðisyfirvalda og stefnumörkun um lýðheilsu. Það var sannur heiður að hljóta þennan styrk og vera í svona fríðu föruneyti félagasamtaka- og verkefna.
Um leið og við þökkum fyrir þennan styrk, hlökkum við til að geta nýtt hann til að efla starfið og styðja betur við bakið á syrgjendum <3
Formaður Sorgarmiðstöðvar Karólína Helga Símonardóttir tók á móti styrknum.