Samvera á aðventu fyrir syrgjendur
Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Samveran er sérstaklega hugsuð til þess að styðja fólk í þessum aðstæðum. Jólasálmar Kórsöngur Hugvekja Sr. Eysteinn Orri Gunnarsson, sjúkrahúsprestur sér um hugvekjuna. Kirkjugestir geta tendrað ljós og minnst þannig látinna ástvina sinna. Að semveru lokinni verða léttar veitingar inn í safnaðarheimili […]
Ljónshjartaspjall
Félagsmenn Ljónshjarta (ungar ekkjur og ekklar 20-50 ára) ætla að hittast og eiga notalega stund saman. Ljónshjartaspjall er haldið annan hvern mánuð og mismunandi málefni rædd. Að þessu sinni er umræðuefnið hátíðirnar sem eru á næsta leiti. Frá kl. 20-22
Leiðisskreytingar – Birta
Leiðisskreytingardagur fyrir fjölskyldur og félagsmenn Birtu hefur verið einn best sótti viðburður félagsins á ári hverju. Þann 24. nóvember ætlum við að koma saman og gera fallega skreytingu á leiði barna okkar með fjölskyldunni. Allt efni til skreytinga verður í boði og fagaðili á staðnum til að aðstoða. Gott að mæta með klippur með sér. […]