Jólaganga

Sunnudaginn næsta, 27. nóvember, kl. 16:30 mun Sorgarmiðstöð standa fyrir hugleiðingu og jólagöngu. Viðburðurinn hefst í húsakynnum Sorgarmiðstöðvar þar sem verður flutt stutt hugleiðing um tyllidaga og hátíðir. Þaðan er rölt í gegnum miðbæ Hafnarfjarðar og að Hellisgerði þar sem kveikt verður á tré til minningar um ástvini okkar sem hafa fallið frá. Í Hellisgerði […]

Yoga Nidra djúpslökun

Sigrún Jónsdóttir Yoga Nidra kennari hefur undanfarin jól boðið Sorgarmiðstöð upp á Yoga Nidra djúpslökun fyrir syrgjendur þar sem hún gefur vinnuna sína í desember. Við erum henni afar þakklát og stuðningur sem þessi nýtitst okkur ávallt þar sem Sorgarmiðstöð er enn einungis rekin á styrkjum.Stundinn verður þann 14. desember kl. 20:15 í Lífsgæðasetri st. Jó, þar […]

Leiðiskrans – námskeið

 Sorgarmiðstöðin ætlar að bjóða upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði fimmtudaginn 24. nóvember frá kl. 19:30. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ætlar að koma til okkar líkt og í fyrra en að þessu sinni kennir hún okkur helstu handbrögð við að útbúa fallega leiðiskransa. Við munum panta grunnefni (kransa, vír og pinna) sem gengur upp […]

Yoga Nidra

Það er mikilvægt að ná hvíld og ró í amstri dagsins og þegar við upplifum sorg fylgir henni gjarnan mikið álag og streita. Rannsóknir hafa bent til þess að ein klukkustund í Yoga Nidra geti jafngilt 4 tímum í svefni. Nidra þýðir svefn og yoga þýðir eining, þannig þýðir Yoga Nidra vakandi svefn þar sem […]

Ljónshjartaspjall

Ljónshjarta – fyrir ungar ekkjur og ekklar 20-50 ára hittast reglulega í Ljónshjartaspjalli og eiga notalega stund saman þar sem mismunandi málefni eru rædd. Aðili frá samtökunum Ljónshjarta er á staðnum og stýrir umræðum. Það er mikilvægt að þau sem ætla að mæta í spjallið skrái sig fyrirfram inn á lokaðir síðu Ljónshjartameðlima. Hlökkum til að […]

Minningarstund Gleym mér ei

Dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi eftir fæðingu. Gleym mér ei styrktarfélag fyrir þau sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu heldur minningarstund í veislusal Nauthóls, Nauthólsvegur 106 laugardaginn 15. október frá kl. 14:00-16:00 Dagskrá Guðrún Þóra frá Sorgarmiðstöð segir frá starfsemi Sorgarmiðstöðvar Hafdís Huld söngkona ásamt Alisdair Wright gítarleikara verða með […]

Heimsókn til slökkviliðsins og lögreglu 

Sum börn og fullorðnir sem hafa misst ástvin eiga erfiðar minningar tengdar sjúkrabílum, bráðatæknum, lögreglu o.fl. Að fá tækifæri til að hitta og spjalla við aðila sem hafa snert líf okkar syrgjenda í erfiðum aðstæðum getur verið hjálplegt í sorgarúrvinnslu. Einnig hafa margir þörf fyrir að þakka veittan stuðning lögreglu og bráðatækna í aðdraganda andláts. Sorgarmiðstöð í samstarfi við Slökkvilið […]

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi. Í ár verður í aðdraganda dagsins sjónum beint að börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra. Fjallað verður um verndandi þætti og hvað við sem einstaklingar, foreldrar, vinir, nágrannar, fagfólk og samfélag getum gert til […]

Rafíþróttamót Sorgarmiðstöðvar

Langar þig að spila tölvuleik til góðs og eiga möguleika á að vinna Playstation 5? Þá er kjörið að skrá sig til leiks á FIFA22 mót til styrktar ungmennastarfi Sorgarmiðstöðvar! Mótið verður haldið sunnudaginn 11.september klukkan 14:00. Mótið fer fram hjá Arena Gaming, þjóðarleikvangi Íslands í rafíþróttum, og styðja Rafíþróttasamtök Íslands og GameTíví við bakið […]

Gönguhópurinn SKREF fyrir SKREF

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði. Göngudagar verða fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði og mæting kl. 17:15, lagt af stað 17:30. Þann 1. nóvember munum við ganga saman í Elliðaárdalnum. Við ætlum að hittast við „Hitt húsið, Rafstöðvarvegi 7-9″. Til þess að beygja inn á Rafstöðvarveg þá er tekin fyrsta malbikaða hægri beygjan […]