02/02/2021
Öskjuhlíð

Gönguhópurinn SKREF fyrir SKREF

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur fyrsta þriðjudag í mánuði.
Nú leggjum við aftur af stað eftir samkomubann,  þriðjudaginn 2.febrúar. Við ætlum að hittast á bílastæðinu við Perluna kl.17.15 og munum ganga rólega um Öskjuhlíðina í um 1 klst. Við verðum komin aftur í bílana um kl.18.15.
Það þarf ekki að skrá sig sérstaklega, við munum passa 2 m regluna. 

Verum vel skóuð og klædd eftir veðri.  Guðrún Jóna stjórnarmaður Sorgarmiðstöðvar leiðir gönguna. 

Verið hjartanlega velkomin

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira