Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði.
Þann 9. maí munum við ganga í kringum Ástjörn. Lengd göngu er um 3 km og gengið á stígum. Mæting 17:15 lagt verður af stað kl. 17:30 frá fyrsta bílastæðinu fjær aðalinngang Haukahússins (svo við séum ekki að teppa bílastæðin við húsið).
Munið að klæða sig eftir veðri.
Það er nauðsynlegt að skrá sig hér í göngurnar okkar og er lágmarksþátttaka.
Ef þið hafið einhverjar fyrispurnir eða þurfið að tilkynna forföll má hafa samband á skref@sorgarmidstod.is