24/11/2022
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Leiðiskrans – námskeið

 Sorgarmiðstöðin ætlar að bjóða upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði fimmtudaginn 24. nóvember frá kl. 19:30. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ætlar að koma til okkar líkt og í fyrra en að þessu sinni kennir hún okkur helstu handbrögð við að útbúa fallega leiðiskransa.

Við munum panta grunnefni (kransa, vír og pinna) sem gengur upp í staðfestingagjaldið, en fólk þarf sjálft að koma með greinar og annað skreytingarefni (furugreinar, lyng, sýprus, eriku, ber eða hvað sem okkur dettur í hug). Einnig er gott að hafa meðferðis klippur, skæri og límbyssu ef einhver á það til.

Eitt að bjargráðunum í sorg er að hvíla sig frá sorginni, dreifa huganum og gera eitthvað sem gleður og er uppbyggjandi. Við ætlum því að hafa það notalegt saman, útbúa kransa og fá okkur kaffi og með því.

Vonandi hafið þið áhuga á að koma og vera með okkur.

Það er nauðsynlegt að skrá sig hér fyrir 22. nóvember og greiða staðfestingagjald til að tryggja þátttöku. 

ATH: Þetta námskeið er einungis ætlað fullorðnum en ungmenni eru velkomin með. Mögulega verður námskeið seinna þar sem börn taka þátt.

Ef þið viljið skoða tillögur að efnivið og fá hugmyndir, þá getið þið skoðað síðuna hennar Ingunnar „Kransandi“ hér  

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira