24/01/2022
Rauðavatn

Gönguhópurinn SKREF fyrir SKREF

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði.

Fyrsta ganga ársins verður mánudaginn 24. janúar en þá ætlum við að ganga saman hringinn í kringum Rauðavatn. Þetta er þægileg ganga fyrir alla og sléttlendi. Við hittumst kl. 17:00 við vatnið s.s. þegar keyrt er að Morgunblaðshúsinu, kemur malarafleggjari sem er eltur niður að vatni.

Mikilvægt er að koma klædd eftir veðri og í góðum skóm.

Það er nauðsynlegt að skrá sig hér í gönguna og er lágmarksþátttaka.

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Soffía Bæringsdóttir frá Sorgarmiðstöð leiða gönguna.

Allir velkomnir

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira