07/04/2022
Borgarleikhúsið

„Ég hleyp,, samtal eftir sýningu

Borgarleikhúsið og Sorgarmiðstöð bjóða upp á samtal eftir sýninguna „Ég hleyp,, þann 7. apríl

Frá Sorgarmiðstöð koma þau Steinunn Sigurþórsdóttir og Gunnar Lúðvík Gunnarsson en þau eiga bæði að baki þá sáru reynslu að hafa misst barn.
Frá Borgarleikhúsinu sitja fyrir svörum þau Gísli Örn Garðarsson leikari, Harpa Arnardóttir leikstjóri, Maríanna Clara Lúthersdóttir dramatúrg Borgarleikhússins og Halla Björg Randversdóttir fræðslustýra Borgarleikhússins.

Nánar um verkið:
Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. Þannig getur hann tjáð sig um missinn, ranglætið og varnarleysið sem hrjáir hann.
Line Mørkeby er eitt fremsta leikskáld Danmerkur og í þessu áleitna leikriti leitar höfundurinn svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir barnsmissi. Textinn er rytmískur, knappur og tilfinningaríkur og ferðalagið óvenjulegt, átakanlegt og heillandi í senn. Gísli Örn Garðarsson er einn á sviðinu og hleypur í gegnum sálarangist aðalpersónunnar í leikstjórn Hörpu Arnardóttur.

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira