27/11/2022
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Jólaganga

Sunnudaginn næsta, 27. nóvember, kl. 16:30 mun Sorgarmiðstöð standa fyrir hugleiðingu og jólagöngu.

Viðburðurinn hefst í húsakynnum Sorgarmiðstöðvar þar sem verður flutt stutt hugleiðing um tyllidaga og hátíðir. Þaðan er rölt í gegnum miðbæ Hafnarfjarðar og að Hellisgerði þar sem kveikt verður á tré til minningar um ástvini okkar sem hafa fallið frá. Í Hellisgerði verður boðið uppá ljúfan söng, heitt kakó, pipakökur og notalega stund. 


Við óskum eftir því að allir mæti með ljós, luktir eða annað í gönguna til þess að lýsa upp skammdegið.

Allir eru velkomnir að taka þátt í Jólagöngu Sorgarmiðstöðvar og minnast þeirra sem hafa fallið frá.


Dagskrá lýkur um kl 18:30

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira