30/01/2021
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Námskeið fyrir börn og ungmenni sem misst hafa ástvin

Námskeið fyrir börn og ungmenni sem misst hafa ástvin hefst 30. janúar. Námskeiðið er fjóra laugardaga 30. jan, 6. feb, 13. feb og 20. feb frá klukkan 11-14. Boðið er uppá hádegishressingu.

Nauðsynlegt er að skrá sig  á námskeið/í hópastarf til að tryggja þátttöku. Skráning hér

Að missa náinn ástvin er án efa eitthvert mesta áfall sem barn eða ungmenni getur orðið fyrir. Oft fylgir slík reynsla þeim ævina á enda. Það er því nauðsynlegt að vinna vel úr missinum svo áfallið verði ekki hamlandi seinna meir. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og að hitta aðra krakka eða ungmenni með sömu reynslu er oft mikil hjálp.

Nánari lýsing á námskeiðinu:

Börn og ungmenni 6-15 ára 

Á námsskeiðinu fá allir tækifæri til að skapa, upplifa, og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Hópunum er aldursskipt og er lögð áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans.
Námskeiðið stuðlar að jákvæðri uppbyggingu og verður unnið sérstaklega með eftirfarandi þætti:

TRAUST  – Efnisþættir: Sjálfstraust, hugrekki, að treysta öðrum, að treysta aðstæðum.
TENGSL – Efnisþættir: Félagslegur og tilfinningalegur lærdómur, samskipti, samvinna, tjáning og samkennd.
SJÁLFSÞEKKING – Efnisþættir: Aukin meðvitund varðandi færni, líðan og samskipti, yfirfærsla á daglegt líf, jákvæð reynsla.

Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur halda utan um námskeiðið en þær hafa báðar mikla reynslu af vinnu með börnum og sinna einnig hópastarfi barna í Ljósinu. Hægt er að senda þeim tölvupóst á elisabet.lorange@gmail.com ef óskað er eftir frekari upplýsingum.

Ungmenni 16-18 ára (menntaskólaaldur)

Er boðið upp á hópastarf síðdegis á virkum degi. Farið verður af stað með hóp um leið og lágmarks þátttöku er náð. Því er um að gera að skrá sig sem fyrst.

Nauðsynlegt er að skrá sig  á námskeið/í hópastarf til að tryggja þátttöku. Skráning hér

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira