10. sep 2023
Víðsvegar

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september, en vakin verður athygli á málstaðnum frá 1. September til 10. Október undir heitinu Gulur September. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi.

Dagskrá 10. september:

Kyrrðarstund í Garðakirkju, Kl. 20 Stundin er til þess að vekja athygli á mikilvægi
geðræktar og sjálfsvígsforvarna, og er ætlað að minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi.

Tónleikar á vegum Píeta samtakanna á Kex Hostel, kl. 21-23.

Að Gulum September standa fulltrúar frá Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsviði Landspítala, Heilsugæslunni, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta, Rauða krossi Íslands, SÁÁ, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjunni.

Nánari upplýsingar á www.gulurseptember.is.

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira