10/01/2023
Vífilstaðavatn

Gönguhópurinn SKREF fyrir SKREF – frestað

Göngunni sem átti að fara fram 10. janúar hefur verið frestað.

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði.

Þann 10. janúar munum við ganga í kringum Vífilstaðavatn. Lengd göngu er um 3 km og er gengið á stígum. Mæting 17:15 lagt verður af stað kl. 17:30 frá fyrsta bílastæðinu sem komið er að við vatnið eftir hægri beygju á gatnamótunum þegar keyrt hefur verið framhjá Vífilsstöðum.
Munið að koma klædd eftir veðri og í góðum skófatnađi því það gæti veriđ hálka. Við mælum einnig með að mæta með höfuðljós eða vasaljós þar sem leiðin er ekki upplýst.

Það er nauðsynlegt að skrá sig hér í göngurnar okkar og er lágmarksþátttaka.

Ef þið hafið einhverjar fyrispurnir eða þurfið að tilkynna forföll má hafa samband á skref@sorgarmidstod.is


Međ vinarkveđju frá Birna Ben sem mun leiða gönguna.

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira