Sorgarmiðstöð er lokuð dagana 8. Júlí – 6. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna. Allar pantanir sem berast á þeim tíma eru afgreiddar eftir 6. ágúst.

Ef erindið er brýnt er hægt að hringja í neyðarsíma Sorgarmiðstöðvar 862-4141.

01/06/2021
Búrfellsgjá

Gönguhópurinn SKREF fyrir SKREF

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur fyrsta þriðjudag í mánuði.

Næsta ganga verður þriðjudaginn 1. júní. Þá munum við ganga í Búrfellsgjá sem er skemmtileg og þægileg gönguleið sem sýnir okkur hversu fallegan svip jarðhræringar setja á náttúru okkar.

Ekið er upp í Heiðmörk frá Garðabæ / Vífilstöðum og ekinn Heiðmerkurvegur (408) malbikið á enda og um 2 km í viðbót en þar er bílastæðið nokkuð áberandi á hægri hönd. Lagt verður af stað frá bílastæðinu kl.17.15 stundvíslega.

Gangan er við allra hæfi, hækkun er óveruleg en vegalengdin er um 6 kílómetrar. Lagður hefur verið góður malargöngustígur. Gera má ráð fyrir 1.5 klst á göngu

Mælum með vatnsbrúsa og sólskinsbrosi.
Guðrún Jóna og Soffía sjá um að leiða gönguna.

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira