31/08/2022
Salur deCODE

Ráðstefna – Skyndilegur missir

Hvað getum við gert betur fyrir þau sem missa ástvin skyndilega? 

Ráðstefnan er fyrir syrgjendur, aðstandendur og alla þá fagaðila sem vinna að velferð þeirra. Við hvetjum heilbrigðisstarfsfólk, viðbragðsaðila, sálgæsluaðila, mannauðsstjóra og stjórnendur sérstaklega til að skrá sig. 

Skyndilegur missir snertir marga og verður hér fjallað um hann frá mismunandi sjónarhornum: Af vettvangi, á vinnustöðum, frá sjónarhóli aðstandanda og í pallborðsumræðum verður þeirri spurning velt upp – hvernig gerum við betur fyrir syrgjendur sem missa skyndilega? 

Ráðstefnan verður haldin 31. ágúst næstkomandi frá kl. 13:00 -16:00 í sal deCODE, Sturlugötu 8, ásamt því að vera streymt á YOUTUBE. Hlekkur verður sendur samdægurs á alla sem skráðir eru á ráðstefnuna.

Freyr Eyjólfsson er fundarstjóri ráðstefnunnar og Alma Möller Landlæknir og verndari Sorgarmiðstöðvar setur ráðstefnuna. 

Hægt er að kaupa miða á ráðstefnuna á tix sjá hér

Ef hagnaður verður af ráðstefnunni verður honum ráðstafað til að styðja við fólk sem missir ástvin skyndilega.

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira