02/03/2021
Vífilsstaðavatn

Gönguhópurinn SKREF fyrir SKREF

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur fyrsta þriðjudag í mánuði.


Næsta ganga verður þriðjudaginn 2. mars. Þá munum við ganga hringinn í kringum Vífilsstaðavatn.
Lagt verður af stað kl.17:15 frá fyrsta bílastæðinu sem komið er að við vatnið eftir hægri beygju á gatnamótunum þegar keyrt hefur verið framhjá Vífilsstöðum.

Gangan hringinn í kringum vatnið er um 2,6 km en að auki ætlum við í rólegheitum að ganga upp á Vífilstaðahlíð að vörðu sem heitir Gunnhildur.

Allir velkomnir – Munið að koma klædd eftir veðri og í góðum skóm.

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira