10/09/2022
Víðsvegar

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi.

Í ár verður í aðdraganda dagsins sjónum beint að börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra. Fjallað verður um verndandi þætti og hvað við sem einstaklingar, foreldrar, vinir, nágrannar, fagfólk og samfélag getum gert til að sporna við sjálfsvígum.

Ýmsir viðburðir verða á dagskrá í aðdraganda dagsins og einnig verða viðburði víða á landsbyggðinni í tengslum við daginn.

Allar upplýsingar og nánari dagskrá má finna hér

Að dagskránni stendur vinnuhópur fulltrúa frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsviði Landspítala, Heilsugæslunni, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta, Rauða krossi Íslands, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjunni.

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira