Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði. Göngudagar verða fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði og mæting kl. 17:15, lagt af stað 17:30.
Fyrsta ganga haustsins verður þriðjudaginn 6. september og þá munum við ganga í kringum Ástjörn í Hafnarfirði. Við hittumst á bílastæðinu við aðal-inngang Haukahússins yfirleitt næg bílastæði. Við klæðum okkur eftir veðri og í góðum skóm. Jafnvel gott að hafa bakpoka með peysu, regnfötum, húfu ofl. það er betra að vera með hlífðarfatnað með sér en ekki og vatnsbrúsi er alltaf góður félagsskapur.
Það eru allir velkomnir og hlökkum við til að eiga stund með ykkur. Það er ómetanlegt að hitta aðra syrgjendur sem eru í sömu sporum og deila reynslu þegar við erum að taka skrefin framávið.
Það er nauðsynlegt að skrá sig hér í gönguna og er lágmarksþátttaka.
Ef þið hafið einhverjar fyrispurnir eða þurfið að tilkynna forföll má hafa samband á skref@sorgarmidstod.is
Hlýjar kveðjur
Birna Ben umsjónarmaður gönguhópsins Skref fyrir Skref