Það er því miður orðið fullt á þennan viðburð
Sigrún Jónsdóttir Yoga Nidra kennari hefur undanfarin jól boðið Sorgarmiðstöð upp á Yoga Nidra djúpslökun fyrir syrgjendur þar sem hún gefur vinnuna sína í desember. Við erum henni afar þakklát og stuðningur sem þessi nýtitst okkur ávallt þar sem Sorgarmiðstöð er enn einungis rekin á styrkjum.
Stundinn verður þann 14. desember kl. 20:15 í Lífsgæðasetri st. Jó, þar sem Sorgarmiðstöð er staðsett.
Skráning er nauðsynleg þar sem takmörkuð pláss eru í boði.
Rannsóknir hafa bent til þess að ein klukkustund í Yoga Nidra geti jafngilt 4 tímum í svefni. Nidra þýðir svefn og yoga þýðir eining, þannig þýðir Yoga Nidra vakandi svefn þar sem meðvitundin er vakandi en líkaminn fær djúpa hvíld á meðan hugurinn hvílir í djúpri kyrrð.
Þetta er einstakt tækifæri til að næra sál og líkama í amstri jólanna.