07/12/2021

Meðgöngumissir – Gleyméreispjall og djúpslökun

Þegar við upplifum áfall og sorg er oft hjálplegt að komast í kynni við og hitta aðra sem eru í sömu sporum, finna skilning og stuðning þeirra sem deila reynslu.
Gleymérei ætlar að bjóða upp á samverustund fyrir þau sem hafa misst barn á meðgöngu.
Við byrjum stundina á djúpslökun (Yoga Nidra) og ætlum svo að eiga notalegt spjall á eftir. Aðili frá Sorgarmiðstöð kemur og verður með okkur og munum við ræða hátíðina sem framundan er og hvaða bjargráð við getum nýtt okkur.

Þeir sem ætla að mæta í Yoga Nidra djúpslökun verða að skrá sig þar sem það er takmarkaður fjöldi. Skráning hér

Frjálst er að mæta bæði í djúpslökun og spjall eða annað hvort.

Nánari lýsing:
Yoga Nidra mæting kl. 20:15 í Lungað sal Sorgarmiðstöðvar. Sigrún Yoga Nidra kennari mun taka á móti ykkur og leiða hópinn inn í notalega djúpslökun. Gengið er inn í salinn hljóðlega og eiga allir að koma sér vel fyrir á dýnu. Þið þurfið að koma með hlýtt teppi, undirlag á dýnuna og kodda undir höfuð. Augnhvílu er líka gott að koma með eða eitthvað annað sem hægt er að leggja yfir augun (dýpkar slökunina). Einnig er gott að mæta í hlýjum og þægilegum fatnaði.

Spjallið hefst svo kl. 21-22 í minni sal Sorgarmiðstöðvar Hjartanu, á sömu hæð.

Það kostar ekkert á þennan viðburð og tökum við vel á móti ykkur

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira