Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

Rafíþróttamót
11. september

Sunnudaginn 11.september klukkan 14:00 verður haldið góðgerða-rafíþróttamót í FIFA22 til styrktar ungmennastarfi Sorgarmiðstöðvarinnar. Mótið er að sjálfsögðu haldið hjá Arena, þjóðarleikvangi Íslands í rafíþróttum, og styðja Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ)  og GameTíví við bakið á mótinu.

Sorgarmiðstöð er góðgerðarfélag sem hlúir að syrgjendum og aðstandendum (börnum og fullorðnum) en er einnig í samstarfi við önnur sorgarfélög, heilbrigðiskerfið, lögreglu, sjúkra- og slökkvilið sem og aðra sem koma að andláti og ástvinamissi.

Mótsfyrirkomulag:

Tveir saman í liði, leikmenn velja sér lið og þurfa keppa með því liði út mótið. Einstaklingar geta líka skráð sig og verða þá paraðir saman við aðra staka leikmenn.
Hver leikur er 2X 6 mín. Gamemode overall 90. Mótsformat verður auglýst síðar þegar góð sýn er kominn á skráningu liða.

Mótinu verður streymt af stöð2 esport, mbl.is esport og Twitch rás RÍSÍ og að sjálfsögðu verður íþróttalýsandi til að gera þetta enn skemmtilegra!

Íslenska landsliðið í FIFA22 verður á staðnum og hægt er að skora á þau í leik.

Þátttaka á mótinu kostar 3.900 kr. og auk þátttöku á mótinu fylgja þrír miðar í lukkupott  sem reglulega er dregið úr í gegnum mótið og hægt að vinna glæsileg verðlaun. Áhorfendur geta líka keypt miða í pottinn til að taka þátt og þátttakendur geta keypt fleiri miða til að auka vinningsmöguleika sína.

Verðlaun:

Til mikils er að vinna en Playstation 5 tölva og FIFA23 eru meðal stærstu vinninga!

Hægt er að vinna til annarra glæsilegra vinninga frá Cintamani, Origo, Brandson, Bestseller, 66°N, Sambíóunum, Nexus, Sportvörum, Altis, Músík og sport, Bætiefnabúllunni, Ölgerðinni og margt margt fleira!

Heldurðu að þú getir skorað beint úr aukaspyrnu? Sýndu það á mótinu og við gefum þér glaðning.

Útsending:

Streymt verður frá mótinu á stöð2 esport, mbl. esport og Twitch rás RÍSÍ. Ómar Freyr Sævarsson lýsir mótinu.

Styrkja Sorgarmiðstöð

Í Sorgarmiðstöð fer fram umfangsmikið starf í þágu syrgjenda og er öll þjónustan veitt syrgjendum að kostnaðarlausu.

Starfsemin er einungis rekin með styrkjum og velvild einstaklinga og fyrirtækja.

Við þurfum á þínum styrk að halda til að hlúa áfram vel að syrgjendum og efla þjónustu Sorgarmiðstöðvar.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira