LUV styrkir Sorgarmiðstöð

Hafnfirðingurinn og athafnarmaðurinn Hermann Fannar Valgarðsson hefði orðið 40 ára laugardaginn 22. febrúar 2020. Að því tilefni voru haldnir styrktar- og minningartónleikar í Bæjarbíó þar sem margir af fremstu tónlistarmönnum landsins komu fram. Þar má nefna Per:Segulsvið, Friðrik Dór, JóiPé og Króli, Súrefni, GÓSS, Elísabet Ormslev, Huginn og DJ Egill, Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir.

Eftir andlát Hermanns var stofnaður LUV minningarsjóður og  hinn alþjóðlegi LUV dagur. Minningarsjóðurinn veitti Sorgarmiðstöð allan ágóðan af tónleikunum að upphæð 1.112.000 kr. Sorgarmiðstöð kann þeim bestu þakkir fyrir rausnarlegan stuðning.

Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...
Hjálp48 verkefnið farið af stað á Akureyri
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri  fór fram dagana 3. og 4. september  í Glerárkirkju. Þeir sem að stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún ...
5,7 milljónir söfnuðust
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Á þessu ári var metskráning og einnig var söfnunarmetið slegið á hlaupastyrkur.is. Að sama skapi er öhætt ...
Sumarið á skrifstofunni
Símatími helst óbreyttur hjá okkur yfir sumartímann og hægt er að ná í okkur á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 9 og 12. Skrifstofan mun ...
Fundur með heilbrigðisráðherra
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda. Það er gott að Sorgarmiðstöð fái ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira