Kæru hlauparar, hvetjarar og þið sem gáfuð áheit og stuðning færum við okkar bestu þakkir. Það er mikilvægt fyrir félag eins og Sorgarmiðstöð sem rekin er á styrkjum að fá stuðning sem þennan.
Skortur er á fjárstuðning til samtakanna og gerir þessi söfnun Sorgarmiðstöð kleift að taka á móti fleirum í stuðningshópastarf sem er gjarnan fyrsta skrefið í sorgarúrvinnslu einstaklings
Meðfylgjandi eru myndir frá hátíðinni í Laugardalshöll þar sem hlauparar og aðrir lögðu leið sína á básinn okkar, sóttu sorgarbönd og heilsuðu upp á starfsmenn Sorgarmiðstöðvar.