Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

Anna Guðný nýr verkefnastjóri Hjálp48

Anna Guðný Hermannsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir verkefninu Hjálp48 en hún hóf störf í júní 2024. Verkefnið Hjálp48 felur í sér þróun, prófun og innleiðingu á stuðningi við aðstandendur eftir skyndilegan missi ástvinar. Ef fólk deyr heima eða utan spítala þá er ekkert “kerfi” sem grípur aðstandendur, sem er ólíkt því sem gerist ef ástvinur deyr á stofnun. Hjálp48 á að verða það kerfi.

Undirbúningsvinna og mótun verkefnis hefur staðið yfir í nokkurn tíma en Sorgarmiðstöð hefur fundið sterkt ákall frá syrgjendum eftir þessari þjónustu. Hjálp48 er hugsað sem teymisvinna fagaðila og jafningja. Verkefnið byggist á því að stíga inn í aðstæður innan 48 stunda frá andláti, með stuðningi við syrgjendur og með leiðbeiningum um viðeigandi úrræði eftir eðli missis. Byrjað verður að þróa verklagið og byggja upp þjónustuna fyrir þau sem missa í sjálfsvígi, en svo verður þjónustan yfirfærð á annan skyndilegan missi. Mikil vinna í undirbúningi er nú þegar hafin, en til að mynda hafa verið haldnar vinnustofur fyrir aðstandendur, fræðslu- og kynningarefni hefur verið skapað, hagsmunaaðilagreining gerð, verkefnaáætlun lögð fyrir og fundir haldnir með bæði hagsmunaaðilum og viðbragðsaðilum.

Anna Guðný segist hafa fylgst lengi með Sorgarmiðstöð og hafi strax haft áhuga á verkefninu Hjálp48, alveg frá því að hún heyrði af því á ráðstefnu Sorgarmiðstöðvar árið 2022.
,,Ég missti manninn minn skyndilega árið 2001 og þá voru aðrir tímar hvað varðar stuðning við syrgjendur. Ég var heppin og hafði mjög góðan stuðning fjölskyldu og vina auk þess sem mjög fær sjúkrahúsprestur og fjölskylduvinur studdi þétt við bakið á okkur í lengri tíma. Það eru ekki allir jafn lánsamir og ég og því veit ég hvað það er mikilvægt að til staðar sé eitthvað net sem grípur fólk strax. Ég hef fylgst með Sorgarmiðstöð byggjast upp og vaxa og dáðst að því ötula starfi sem þar er unnið.“

Anna Guðný er með mastersgráðu í sameindalíffræði og MPM mastersgráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur áður starfað sem verkefnastjóri hjá bæði Landsvirkjun og Bioeffect.

Frá stofnun hefur Sorgarmiðstöð unnið að því markmiði að bæta þjónustu við syrgjendur.

Sorgarmiðstöð
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar lokar yfir hátíðarnar
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar verður lokuð dagana 23. desember – 3. janúar. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Allar pantanir úr ...
Leiðiskransagerð – námskeið
Í vikunni bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin ...
Sorgartrén nú orðin tvö
Sorgartré Sorgarmiðstöðvar eru núna orðin tvö en Sorgarmiðstöð eignaðist í upphafi aðventunnar sorgartré í Lystigarðinum á Akureyri. Það er staðsett syðst í Lystigarðinum, austan við ...
Sorgartréð tendrað í þriðja sinn
Tendrað verður á Sorgartré Sorgarmiðstöðvar þriðja árið í röð í Hellisgerði sunnudaginn 1. desember. Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau ...
Sorgarmiðstöð með fulltrúa á evrópskri sorgarráðstefnu í Dublin
Jóhanna María fagstjóri Sorgarmiðstöðvar fór á evrópska sorgarráðstefnu í Dublin 11. – 13. nóvember. Um fjögur hundruð manns mættu á ráðstefnuna og þar á meðal ...
Samtal eftir sýninguna Sýslumaður dauðans
Sorgarmiðstöð fór í samstarf við Borgarleikhúsið og hélt sérstaka umræðusýningu þann 17. nóvember síðastliðinn á leikverkinu Sýslumaður dauðans. Verkið er eftir Birni Jón Sigurðsson og ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira