Anna Guðný nýr verkefnastjóri Hjálp48

Anna Guðný Hermannsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir verkefninu Hjálp48 en hún hóf störf í júní 2024. Verkefnið Hjálp48 felur í sér þróun, prófun og innleiðingu á stuðningi við aðstandendur eftir skyndilegan missi ástvinar. Ef fólk deyr heima eða utan spítala þá er ekkert “kerfi” sem grípur aðstandendur, sem er ólíkt því sem gerist ef ástvinur deyr á stofnun. Hjálp48 á að verða það kerfi.

Undirbúningsvinna og mótun verkefnis hefur staðið yfir í nokkurn tíma en Sorgarmiðstöð hefur fundið sterkt ákall frá syrgjendum eftir þessari þjónustu. Hjálp48 er hugsað sem teymisvinna fagaðila og jafningja. Verkefnið byggist á því að stíga inn í aðstæður innan 48 stunda frá andláti, með stuðningi við syrgjendur og með leiðbeiningum um viðeigandi úrræði eftir eðli missis. Byrjað verður að þróa verklagið og byggja upp þjónustuna fyrir þau sem missa í sjálfsvígi, en svo verður þjónustan yfirfærð á annan skyndilegan missi. Mikil vinna í undirbúningi er nú þegar hafin, en til að mynda hafa verið haldnar vinnustofur fyrir aðstandendur, fræðslu- og kynningarefni hefur verið skapað, hagsmunaaðilagreining gerð, verkefnaáætlun lögð fyrir og fundir haldnir með bæði hagsmunaaðilum og viðbragðsaðilum.

Anna Guðný segist hafa fylgst lengi með Sorgarmiðstöð og hafi strax haft áhuga á verkefninu Hjálp48, alveg frá því að hún heyrði af því á ráðstefnu Sorgarmiðstöðvar árið 2022.
,,Ég missti manninn minn skyndilega árið 2001 og þá voru aðrir tímar hvað varðar stuðning við syrgjendur. Ég var heppin og hafði mjög góðan stuðning fjölskyldu og vina auk þess sem mjög fær sjúkrahúsprestur og fjölskylduvinur studdi þétt við bakið á okkur í lengri tíma. Það eru ekki allir jafn lánsamir og ég og því veit ég hvað það er mikilvægt að til staðar sé eitthvað net sem grípur fólk strax. Ég hef fylgst með Sorgarmiðstöð byggjast upp og vaxa og dáðst að því ötula starfi sem þar er unnið.“

Anna Guðný er með mastersgráðu í sameindalíffræði og MPM mastersgráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur áður starfað sem verkefnastjóri hjá bæði Landsvirkjun og Bioeffect.

Frá stofnun hefur Sorgarmiðstöð unnið að því markmiði að bæta þjónustu við syrgjendur.

Fundur með heilbrigðisráðherra
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda. Það er gott að Sorgarmiðstöð fái ...
Aukin réttur til sorgarleyfis samþykktur
Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis sem styrkir enn frekar stöðu ...
Landlæknir
Landlæknir í heimsókn
Föstudaginn 6. júní kíkti María Heimisdóttir núverandi landlæknir í heimsókn í Sorgarmiðstöð. Þetta var góður fundur og mikill heiður að fá hana en þetta var ...
Fjölsótt námskeið fyrir jafningja
Fjöldi manns á vegum Sorgarmiðstöðvar sóttu jafningjanámskeið hjá Krabbameinsfélaginu nú á dögunum. Námskeiðinu er ætlað að efla jafningjaþjónustu Sorgarmiðstöðvar. Jafningjaþjónustan snýr að því að bjóða ...
Myndin af pabba er komin upp á hillu
Þegar barnsfaðir Ingu Helgu Sveinsdóttur lést eftir harða baráttu við krabbamein ákvað hún strax að sækja alla þá aðstoð sem hún mögulega gæti fyrir börnin ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Á aðalfundi 29. apríl síðastliðinn var kosið til nýrrar stjórnar Sorgarmiðstöðvar sem mun sitja frá 2025 -2026. Berglind Arnardóttir mun halda sæti sínu sem formaður ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira