Jóhanna María Eyjólfsdóttir, fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, og Anna Guðný Hermannsdóttir, verkefnastjóri Hjálp 48, fóru á dögunum í ferð til Akureyrar til að vinna að og undirbúa Hjálp 48 verkefnið. Hjálp 48 verkefnið gengur út á að grípa einstaklinga innan 48 tíma sem missa ástvin skyndilega og veita þeim stuðning og viðeigandi hjálp strax í upphafi. Þær Jóhanna og Anna Guðný hittu ýmsa fagaðila á fundum til að ræða verkefnið en einnig var ferðin til þess ætluð að auka við og efla hópastarfið sem í boði verður á Akureyri.
Ferðin var vel nýtt og Jóhanna María hélt einnig erindi í Glerárkirkju um ástvinamissi þar sem að vel var mætt og miklar umræður sköpuðust.



