Sorgarmiðstöð á Norðurlandi

Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ferðarinnar var að mæta á aðalfund Samhygðar þar sem félagið sameinaðist Sorgarmiðstöð. Þær Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Berglind Arnardóttir formaður mættu norður að þessu tilefni og settu í framhaldi starfsemi Sorgarmiðstöðvar á Norðurlandi formlega á laggirnar. Guðfinna Hallgrímsdóttir formaður Samhygðar tók vel á móti þeim og mun Sorgarmiðstöð nýta áfram þann góða mannafla sem áður fylgdi Samhygð ásamt því að bjóða nýja einstaklinga velkomna í hópinn.
Ferðin norður var einnig nýtt í fund með bæjarstjóra þar sem starfsemi Sorgarmiðstöðvar var kynnt og blómabúð Akureyrar var líka heimsótt en kerti Sorgarmiðstöðvar verða seld í versluninni. Að lokum var farið með bæklinga á sjúkrahúsið, heilsugæsluna, til lögreglu o.fl.

 Við erum einstaklega ánægð með þessa ferð og hlökkum til að efla þjónustuna á Norðurlandi enn frekar.

Myndin af pabba er komin upp á hillu
Þegar barnsfaðir Ingu Helgu Sveinsdóttur lést eftir harða baráttu við krabbamein ákvað hún strax að sækja alla þá aðstoð sem hún mögulega gæti fyrir börnin ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Á aðalfundi 29. apríl síðastliðinn var kosið til nýrrar stjórnar Sorgarmiðstöðvar sem mun sitja frá 2025 -2026. Berglind Arnardóttir mun halda sæti sínu sem formaður ...
Fundur með velferðarnefnd vegna sorgarleyfis
Í vor óskaði velferðarnefnd eftir umsögn frá Sorgarmiðstöð og öðrum hagsmunaaðilum varðandi breytingar á sorgarleyfi sem tók gildi 1. janúar 2023. Í framhaldinu mættu fulltrúar ...
Heiðursbollinn 2024
Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn
Á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 29. apríl var Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn. Heiðursbollinn er ætlaður sem viðurkenning til þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum ...
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar 2025
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl. Fundurinn verður frá kl. 18:00 – 20:00 og er haldinn í Lífsgæðasetrinu Hafnarfirði. Áhugasamir geta sent fyrirspurn varðandi framboð til ...
Minningarmót Sigurðar Jóhanns í Mjölni
Sunnudaginn 2. febrúar hélt Mjölnir minningarmót til heiðurs Sigurði Jóhanni Rui Helgasyni. Sigurður Jóhann var iðkandi og þjálfari í Mjölni til fjölda ára en hann ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira