Sorgarmiðstöð á Norðurlandi

Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ferðarinnar var að mæta á aðalfund Samhygðar þar sem félagið sameinaðist Sorgarmiðstöð. Þær Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Berglind Arnardóttir formaður mættu norður að þessu tilefni og settu í framhaldi starfsemi Sorgarmiðstöðvar á Norðurlandi formlega á laggirnar. Guðfinna Hallgrímsdóttir formaður Samhygðar tók vel á móti þeim og mun Sorgarmiðstöð nýta áfram þann góða mannafla sem áður fylgdi Samhygð ásamt því að bjóða nýja einstaklinga velkomna í hópinn.
Ferðin norður var einnig nýtt í fund með bæjarstjóra þar sem starfsemi Sorgarmiðstöðvar var kynnt og blómabúð Akureyrar var líka heimsótt en kerti Sorgarmiðstöðvar verða seld í versluninni. Að lokum var farið með bæklinga á sjúkrahúsið, heilsugæsluna, til lögreglu o.fl.

 Við erum einstaklega ánægð með þessa ferð og hlökkum til að efla þjónustuna á Norðurlandi enn frekar.

Gulur september
Sorgarmiðstöð tók þátt í verkefninu Gulur september þar sem stofnanir og félagasamtök unnu saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Allur Septembermánuður var lagður undir og voru ...
Barre til styrktar Sorgarmiðstöð
Nemendur í viðburðastjórnun frá háskólanum á Hólum héldu styrktarviðburð fyrir Sorgarmiðstöð. Boðið var upp á Barre í samstarfi við Arnfríði hjá NÚNA collective studio. Barre ...
Við eigum afmæli í dag
Í dag marka 6 ár frá stofnun Sorgarmiðstöðvar. Grasrótarfélög á sviði sorgarúrvinnslu hittust árið 2018 og voru sammála um að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur ...
Oddfellow konur í heimsókn
Rúmlega 70 Oddfellow konur kíktu í heimsókn í Sorgarmiðstöð síðastliðna helgi. Þær fengu fræðslu um sorgina og kynningu á starfsemi Sorgarmiðstöðvar.Oddfellow reglan hefur stutt vel ...
Sorgarmiðstöð á kirkjudögum
Sorgarmiðstöð tók þátt í kirkjudögum sem fóru fram dagana 25. ágúst til 1. september. Þar komu saman einstaklingar af öllu landinu og var sálgæsla í ...
KRAFTUR í heimsókn
Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð dásamlega heimsókn frá starfsfólki KRAFTS. Þau fengu kynningu á starfseminni okkar en einnig var gefinn góður tími í samtal um ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira