Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi er okkur kleift að halda meðal annars úti stuðningshópastarfi, fræðslu og faglegri þjónustu fyrir syrgjendur og aðstandendur þeirra.
Þessi árangur hefur náðst í samvinnu við Takk – miðlun, en betur má ef duga skal því stuðningur sem þessi skiptir sköpum í starfsemi Sorgarmiðstöðvar. Starfsemi Sorgarmiðstöðvar á allt sitt undir velvilja einstaklinga og hópa sem styðja við hana.
Ef þú vilt gerast Vinur í raun þá er hægt að gera það með því að ýta á hlekkinn hér.
Með því að gerast vinur í raun styður þú við bakið á börnum og fullorðnum sem hafa misst ástvin og eru að fóta sig á ný í breyttu lífi.