Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Á þessu ári var metskráning og einnig var söfnunarmetið slegið á hlaupastyrkur.is.
Að sama skapi er öhætt að segja að þetta var algjört metár fyrir Sorgarmiðstöð en um 50 hlauparar og þrír hópar hlupu fyrir Sorgarmiðstöð. Samanlagt söfnuðu þau um 5,7 milljónir fyrir Sorgarmiðstöð en ágóðinn fer í að efla stuðningshópastarfið og jafningjastuðning.
Við þökkum öllum þátttakendum og velviljurum kærlega fyrir að standa með okkur og hlaupa með okkur.