Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda.
Það er gott að Sorgarmiðstöð fái tækifæri til að koma sjónarmiðum syrgjenda á framfæri beint til ráðherra. Svona samtöl eru nauðsynleg til að tryggja að raddir þeirra sem syrgja heyrist í stefnumótun og ákvarðanatöku.
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar að þessu sinni voru Kristín Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og Kristín Þórsdóttir, jafningi Sorgarmiðstöðvar.