Erindi um jólin og sorgina verður haldið fimmtudaginn 20. nóvember kl. 18:00 í Glerárkirkju, Akureyri.
Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau geta líka verið erfiður tími, sérstaklega fyrir þau sem hafa misst ástvin. Ína Lóa Sigurðardóttir mun flytja erindi um sorgina og jólahátíðina sem framundan er og ýmis bjargráð sem geta nýst syrgjendum á þessum tíma.
Erindið er gjaldfrjálst en skráning er nauðsynleg svo við getum haldið utan um fjölda.
Skráning fer fram hér.