Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

Makamissir

Að missa maka er mikið áfall. Þá um leið missum við góðan vin, elskhuga, barnsföður/móður, lífsförunaut og sálufélaga. Makamissir er með álagsmestu lífsreynslu sem þekkt er. Eftirlifandi maki þarf að takast á við miklar breytingar og aðlagast lífi á mjög breyttum forsendum.

Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og – kannski einna mikilvægast – einstaklingar í svipaðri stöðu eru flestum besta hjálpin.

Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshópa fyrir ekkjur og ekkla sem hafa orðið fyrir makamissi.

Næsta hópastarf hefst 13. og 15. janúar og er í 6 vikur.  

Nauðsynlegt er að skrá sig í hópastarf til að tryggja þátttöku.

ATH: Það kostar ekkert að koma í hópastarf og það er alltaf hægt að skrá sig. Gott er að skrá sig strax í hópastarf til að tryggja pláss og einnig auðveldar það okkur að bregðast við ef aðsóknin er mikil.

Skráning í hópastarf

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira