Fimmtudaginn 13. nóvember frá kl. 19.30 – 21.00 mun Sr. Vigfús Bjarni halda erindi í Sorgarmiðstöð um sorg og áföll og kynna nýjustu bók sína Sár græða sár sem kom út á árinu en hann hefur áður gefið frá sér bókina Hver vegur að heiman er vegurinn heim sem einnig fjallar um sorgina, áföll og öldugang lífsins.
Erindið er gjaldfrjálst en við biðjum alla um að skrá sig til að halda utan um fjöldann. Skráning fer fram hér.