Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir er bókmennta – og menningarfræðingur. Hún er einnig rithöfundur og hefur gefið út þrjú skáldverk. Díana hefur starfað við ýmis fjölbreytt markaðsstörf, kynningarstörf, verkefnastjórn og við viðburðarstjórnun. Díana Sjöfn missti móður sína skyndilega eftir stutt veikindi þegar hún var 24 ára gömul árið 2016. Árið 2022 gaf hún út ljóðabókina Mamma þarf […]

Guðrún Eggerts Þórudóttir

Guðrún Eggerts Þórudóttir er prestur og sálgætir að mennt og starfar sem sjálfstætt starfandi prestur hjá Kærleikshorninu. Þar sem hún veitir alla þjónustu sem kemur að preststarfinu. Guðrún stofnaði Kærleikshornið í nóvember 2023. Hún hefur starfað hjá Þjóðkirkjunni bæði sem sóknarprestur á Ólafsfirði og við Vídalínskirkju. Guðrún útskrifaðist frá Emerson Collage 2004 sem Waldorf kennari […]

Anton Emil Albertsson

Anton Emil útskrifaðist sem klínískur barnasálfræðingur árið 2024 og starfar í greiningarteymi á Geðheilsumiðstöð barna. Hann hefur mikið unnið með börnum og unglingum í gegnum árin, t.d. í grunnskóla, félagsmiðstöð, fótboltaþjálfun og með ungmennum með fatlanir. Anton Emil missti föður sinn úr sjálfsvígi þegar hann var 15 ára gamall árið 2012. Hann kom fram í […]

Jón Karlsson

Jón Karlsson er menntaður grunnskólakennari. Samkennd og kærleikur er ofarlega í hans huga og samtal um sorgina.Jón er hópstjóri hjá Sorgarmiðstöð og sinnir stuðningshópastarfi fyrir þau sem hafa misst barn en Jón missti dóttir sína árið 2007 og þekkir því vel til sorgarferlisins. Jón hefur setið í stjórn hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og […]

Íris Eiríksdóttir

Íris Eiríksdóttir er menntaður nuddari , jóga og hugleiðslukennari með margra ára reynslu í starfi. Hún starfar nú í Lífsgæðasetri st. Jó.  Íris missti móður sína 19 ára gömul og föður sinn 29 ára gömul. Íris sinnir stuðningshópastarfi fyrir þau sem misst hafa foreldri en áður starfaði hún sem hópstjóri hjá Nýrri dögun.

Lilja Sif Þórisdóttir

Lilja Sif Þórisdóttir er félagsráðgjafi og  útskrifaðist með meistarapróf frá Gautaborgarháskóla. Undanfarin ár hefur hún starfað í heilbrigðiskerfinu og þá mestmegnis á Sjúkrahúsi Akureyrar. Á þeim vettvangi fann hún hvað sorg og áföll spila stóran sess í starfinu og sótti hún sér viðbótardiplómu í sálgæslufræðum frá EHÍ. Lilja Sif starfar nú sem félagsráðgjafi á HSN […]

Selma Lind Árnadóttir

Selma Lind Árnadóttir er rúmlega tvítug að aldri. Hún útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands og stundar nú nám í viðburðarstjórnun. Hún hefur lokið hópstjóraþjálfun hjá Sorgarmiðstöð og einnig útskrifast sem jafningi hjá Sorgarmiðstöð. Selma Lind var viðmælandi í sjónvarpsþáttunum MISSIR og ræddi þar reynslu sína af foreldramissir en hún missti föður sinn 9 ára gömul. Selma […]

Guðbjörg Hulda Einarsdóttir

Guðbjörg Hulda Einarsdóttir er hjúkrunarfræðingur frá HÍ með viðbótardiplómu í sálgæslufræðum frá EHÍ og djáknafræðum í HÍ.  Guðbjörg hefur starfað á krabbameinsdeild LSH og sem teymisstjóri heimahjúkrunar í Kópavogi þar sem hún vann náið með þeim sem eru að ganga í gegnum erfiðleika og glíma við áföll og missi. Síðustu 4 ár hefur hún starfað […]

Friðdóra Dís Kolbeinsdóttir

Friðdóra Dís stýrir stuðningshópi fyrir aðstandendur sem misst hafa systkini. Hún hefur misst tvo bræður, árið 2012 og árið 2021 og móður þegar hún var ung að aldri. Hún sinnir einnig jafningjastuðningi fyrir einstaklinga sem leita til Sorgarmiðstöðvarinnar.Friðdóra Dís er viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og hefur hún starfað hjá Icelandair […]

Hólmfríður Anna Baldursdóttir

Anna hefur starfað hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi og víða erlendis um árabil. Hún starfar nú sem verkefnastjóri í kynningarmálum hjá höfuðstöðvum UNICEF í New York.  Anna missti barn eftir 34 vikna meðgöngu. Hún úskrifaðist úr sálgæslunámi Endurmenntunar Háskóla Íslands árið 2022 og hefur sótt jafningjafræðslunámskeið hjá Sorgarmiðstöðinni. Anna leiðir stuðningshópastarf fyrir foreldra sem misst […]

Jóhanna María Eyjólfsdóttir

Jóhanna María útskrifaðist sem djákni frá HÍ árið 2017. Hún hefur talsverða reynslu af því að styðjaaðstandendur í sorg og missi, m.a. í gegnum störf sín hjá útfararþjónustu, með eldri borgurum og einstaklingum sem hafa misst, m.a. í sjálfsvígi. Hún starfar sem sjálfboðaliði í Áfalla- og viðbragðsteymi Rauða krossins og hefur auk þess sinnt sjálfboðnu […]

Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir

Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir lauk embættisprófi í Guðfræði frá HÍ árið 2007. Hún hefur unnið á leikskólum og um tíma hjá Barnavernd áður en hún flutti til Bandaríkjanna og dvaldi þar í 11 ár. Núna starfar hún hjá Lágafellssókn. Guðlaug hefur sjálf reynslu af foreldramissi en hún missti pabba sinn þegar hún var 19 ára.

Hólmfríður Ólafsdóttir

Hólmfríður er djákni með BA í djáknafræðum/guðfræði og diplómanám í sálgæslu. Hún lauk einnig nýverið sáttamiðlun frá Sáttamiðlunarskólanum. Hólmfríður hefur starfað sem djákni í 11 ár og hefur víðtæka reynslu af sálgæslu við syrgjendur. Hún sinnir bæði eftirfylgd eftir andlát, á samtöl við fólk í alvarlegum veikindum, er að ganga í gegnum skilnaði o.fl. Einnig […]

Guðrún Ágústsdóttir

Guðrún var um árabil borgarfulltrúi í Reykjavík, en auk þess vann hún sem ritari í Hjúkrunarskóla Íslands, í menntamálaráðuneytinu, hjá Kvennaathvarfinu og Jafnréttisráði svo eitthvað sé nefnt. Í mörg ár bjó Guðrún í Kanada, Svíþjóð og síðast Danmörku og þar tók hún BSc próf í félagsvísindum. Guðrún var formaður Öldungaráðs Reykjavíkur 2015­–2018 og svo ráðgjafi […]

Birna Dröfn Jónasdóttir

Birna Dröfn hefur frá árinu 2015 stýrt stuðningshópi fyrir einstaklinga sem misst hafa foreldri. Hún missti sjálf föður sinn þegar hún var 12 ára og móður sína þegar hún var 27 ára gömul.Birna hefur barist fyrir réttindum barna sem misst hafa foreldri og tók meðal annars þátt í vinnu við breytingar á lögum um rétt […]

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir

Guðrún Jóna hefur frá árinu 2017 stýrt stuðningshópum fyrir aðstandendur sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Hún missti sjálf son í sjálfsvígi árið 2010.Árið 2011 kom hún að stofnun Minningarsjóðs Orra Ómarssonar.  Hún hefur unnið í gegnum stjórn félagasamtakanna Nýrrar dögunar og Sorgarmiðstöðvar að stuðningi við aðstandendur. Hún hefur á opinberum vettvangi barist fyrir því […]

Gunnjóna Una Guðmundsdóttir

Gunnjóna Una hefur undanfarin ár verið hópstjóri í stuðningshóp fyrir þau sem missa maka á efri árum. Gunnjóna Una starfaði í 17 ár sem félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu og á einnig að baki MA nám í öldrunarfræðum. Hún hefur  verið leiðbeinandi á námskeiðum í hugrænni atferlismeðferð síðan 2008, leitt djúpslökun og hópslökun í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins ásamt […]

Helena Rós Sigmarsdóttir

Helena Rós hefur frá árinu 2018 stýrt stuðningshópi fyrir aðstandendur sem misst hafa ástvin í kjölfar fíknar. Helena missti sjálf dóttur árið 2014. Hún kom að stofnun Minningarsjóðs Ástríðar Ránar, Týri og Bimbó. Hún hefur barist fyrir opinni umræðu um fíknisjúkdóminn og bættum stuðningi við ungmenni sem ánetjast fíkniefnum. Helena Rós hefur einnig beitt sér […]

Hjalti Jón Sverrisson

Hjalti Jón Sverrisson starfar sem sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Hann hefur viðbótardiplómu í sálgæslufræðum frá EHÍ og lagt stund á nám í áfallafræðum. Hann hefur komið víða við í starfi með syrgjendum, meðal annars tekið þátt í að leiða hópa fyrir þau sem hafa misst ástvin vegna fíknar og fyrir þau sem hafa misst ástvin í […]

Ína Lóa Sigurðardóttir

Ína Lóa hefur unnið að velferð syrgjenda í mörg ár. Hún stofnaði samtökin Ljónshjarta og var þar formaður fyrstu sex árin. Ína kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var í fyrstu stjórn hennar. Hún er einnig annar hugmyndasmiða sjónvarpsþáttana MISSIR sem sýndir voru á Símanum.Árið 2002 missti Ína Lóa barn á meðgöngu og árið 2012 missti […]

Karólína Helga Símonardóttir 

Karólína Helga er framhaldsskólakennari og með próf í opinberri stjórnsýslu.Hún missti eiginmann sinn árið 2017 en hann var bráðkvaddur. Karólína Helga hefur verið ötull talsmaður fyrir stuðning við ungar ekkjur og ekkla á opinberum vettvangi sem og stuðning við börn í sorg. Hún sat í stjórn Ljónshjarta frá árinu 2017 til ársins 2021 og í […]

K. Hulda Guðmundsdóttir

Hulda er með MA í guðfræði frá H.Í. Hún hefur um árabil stýrt stuðningshópum fyrir þau sem misst hafa maka en sjálf misst hún eiginmann árið 1998 eftir erfið veikindi, frá ungum börnum. Hulda var um árabil formaður Nýrrar dögunar og var meðal hvatamanna að stofnun Sorgarmiðstöðvar og fyrsti formaðurinn. Í dag er Hulda gjaldkeri stjórnar.Hulda […]

Kristín Kristjánsdóttir

Kristín er djákni, með diplómanám í sálgæslu og diplómanám í handleiðslu. Hún hefur víðtæka reynslu í sálgæslu og handleiðslu syrgjenda. Kristín hefur í mörg ár leitt stuðningshópa meðal annars fyrir foreldra og ástvini sem hafa misst langveik börn. Einnig hópa fyrir fólk sem misst hefur á meðgöngu, fyrir aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi og […]

Lóa Björk Ólafsdóttir

Lóa starfar sem hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu og vann í mörg ár við sérhæfða  líknarþjónustu í heimahúsum. Hún hefur langa reynslu af vinnu með fjölskyldum sem takast á við sorg og erfiðar tilfinningar í alvarlegum veikindum og við ástvinamissi.Lóa sat í stjórn Lífsins-samtaka um líknarmeðferð um árabil. Lóa hefur lokið kúrsum á diplóma og […]

Sigríður Kristín Helgadóttir

Sigríður Kristín lauk embættisprófi frá Guðfræðideild HÍ árið 2000.  Hún hefur starfað sem prestur frá útskrift auk þess sem hún starfaði hjá Barnavernd um tíma.  Árið 2011 jók Sigríður Kristín við sig nám og lauk prófi í Fjölskyldumeðferðarfræði. Sigríður Kristín hefur mikla reynslu í sálgæslu og stuðningi við syrgjendur. Hún hefur um nokkura ára skeið leitt […]

Stefán Þór Gunnarsson

Stefán Þór Gunnarsson stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur sem misst hafa vegna fíknar. Sjálfur hefur hann reynslu af barnsmissi en hann missti son sinn árið 2018. Stefán hefur starfað við ferðaþjónustu undanfarin ár en ásamst því er hann virkur í öðrum sjálfboðaliða samtökum sem hafa þann tilgang að hjálpa fólki vegna fíknar.

Steinunn Sigurþórsdóttir

Steinunn er kennari með diplómu í sérkennslu og starfar sem deildarstjóri í grunnskóla. Hún hefur unnið að velferð syrgjenda í mörg ár. Hún sat í stjórn Nýrrar dögunar, stuðningur í sorg í tíu ár og var í vinnuhópi sem kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar. Steinunn tók þátt í vinnu við breytingar á lögum sem tryggja réttindi […]