Guðrún var um árabil borgarfulltrúi í Reykjavík, en auk þess vann hún sem ritari í Hjúkrunarskóla Íslands, í menntamálaráðuneytinu, hjá Kvennaathvarfinu og Jafnréttisráði svo eitthvað sé nefnt. Í mörg ár bjó Guðrún í Kanada, Svíþjóð og síðast Danmörku og þar tók hún BSc próf í félagsvísindum. Guðrún var formaður Öldungaráðs Reykjavíkur 2015­–2018 og svo ráðgjafi hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landssambandi eldri borgara. Í því starfi einbeitti hún sér meðal annars að einmanaleika aldraðra, en þar er makamissir áhættuþáttur. Guðrún missti maka sinn í janúar 2021 og hefur sagt frá þeirri reynslu í viðtölum. Þá samdi hún bæklinginn Við andlát maka sem Landssamband eldri borgara gaf út 2021.
Guðrún er hópstjóri í makamissi í hópnum fyrir þau sem missa maka á efri árum.