Anna hefur starfað hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi og víða erlendis um árabil. Hún starfar nú sem verkefnastjóri í kynningarmálum hjá höfuðstöðvum UNICEF í New York. 

Anna missti barn eftir 34 vikna meðgöngu. Hún úskrifaðist úr sálgæslunámi Endurmenntunar Háskóla Íslands árið 2022 og hefur sótt jafningjafræðslunámskeið hjá Sorgarmiðstöðinni. Anna leiðir stuðningshópastarf fyrir foreldra sem misst hafa barn/börn á meðgöngu.