Friðdóra Dís stýrir stuðningshópi fyrir aðstandendur sem misst hafa systkini. Hefur hún misst tvo bræður, árið 2012 og árið 2021 og móður þegar hún var ung að aldri. Hún sinnir einnig jafningjastuðningi fyrir einstaklinga sem leita til Sorgarmiðstöðvarinnar.
Friðdóra Dís er viðskiptafræðingur frá HR að mennt og starfar sem slíkur í ferðaþjónustu til margra ára auk þess sem hún er jógakennari og kennir allskonar jóga.